Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 16:17 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/afp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heitir því að fá banni, sem alríkisdómari lagði á tilskipun hans um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna, hnekkt. BBC greinir frá. Forsetinn er æfur vegna ákvörðunarinnar. Dómarinn, sem heitir James Robart, taldi að tilskipun Trump væri ólögleg og að hún færi gegn ákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar, þar sem hún mismuni fólki eftir trúarbrögðum. Tilskipunin hefur hlotið gífurlega athygli og verið mjög umdeild, allt frá því að forsetinn skrifaði undir hana í síðustu viku. Robert taldi meðal annars að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni, en hann bendir á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá löndunum sem tilskipunin nær til, síðan 11. september 2001.Sjá einnig: Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndumÁkvörðun dómarans hefur vakið gífurlega reiði hjá forsetanum, sem hefur, líkt og oft áður, tjáð sig um ákvörðun dómarans á Twitter aðgangi sínum og sparar hann ekki stóru orðin. Þar segir hann Robart taka rétt stjórnvalda til að halda uppi löggæslu af þeim og segir hann að ákvörðun „þessa svokallaða dómara“ sé „fáránleg og verði hnekkt.“ Fjöldi flugfélaga hefur tekið ákvörðun um að hleypa ríkisborgurum frá löndunum sjö um borð í flugvélar sínar sem fljúga til Bandaríkjanna, í ljósi ákvörðunar dómarans. Í öðru tísti frá forsetanum, sagði hann um ákvörðun dómarans að það væri alvarleg staða sem upp væri komin, „þegar land getur ekki lengur ákveðið hverjir geta, eða geta ekki, ferðast til og frá landinu.“The opinion of this so-called judge, which essentially takes law-enforcement away from our country, is ridiculous and will be overturned!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017 When a country is no longer able to say who can, and who cannot , come in & out, especially for reasons of safety &.security - big trouble!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017 Donald Trump Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heitir því að fá banni, sem alríkisdómari lagði á tilskipun hans um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna, hnekkt. BBC greinir frá. Forsetinn er æfur vegna ákvörðunarinnar. Dómarinn, sem heitir James Robart, taldi að tilskipun Trump væri ólögleg og að hún færi gegn ákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar, þar sem hún mismuni fólki eftir trúarbrögðum. Tilskipunin hefur hlotið gífurlega athygli og verið mjög umdeild, allt frá því að forsetinn skrifaði undir hana í síðustu viku. Robert taldi meðal annars að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni, en hann bendir á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá löndunum sem tilskipunin nær til, síðan 11. september 2001.Sjá einnig: Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndumÁkvörðun dómarans hefur vakið gífurlega reiði hjá forsetanum, sem hefur, líkt og oft áður, tjáð sig um ákvörðun dómarans á Twitter aðgangi sínum og sparar hann ekki stóru orðin. Þar segir hann Robart taka rétt stjórnvalda til að halda uppi löggæslu af þeim og segir hann að ákvörðun „þessa svokallaða dómara“ sé „fáránleg og verði hnekkt.“ Fjöldi flugfélaga hefur tekið ákvörðun um að hleypa ríkisborgurum frá löndunum sjö um borð í flugvélar sínar sem fljúga til Bandaríkjanna, í ljósi ákvörðunar dómarans. Í öðru tísti frá forsetanum, sagði hann um ákvörðun dómarans að það væri alvarleg staða sem upp væri komin, „þegar land getur ekki lengur ákveðið hverjir geta, eða geta ekki, ferðast til og frá landinu.“The opinion of this so-called judge, which essentially takes law-enforcement away from our country, is ridiculous and will be overturned!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017 When a country is no longer able to say who can, and who cannot , come in & out, especially for reasons of safety &.security - big trouble!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017
Donald Trump Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira