Fer hamingjusamur inn í óvissuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2017 06:00 Kim Ekdahl du Rietz er ein besta vinstri skytta heims og er í lykilhlutverki hjá Rhein-Neckar Löwen. Hann hefur nú, 27 ára og á hátindi ferilsins, ákveðið að hætta allri handboltaiðkun. Vísir/Getty Þó svo að okkar fremsta afreksfólk í íþróttum sé jafn ólíkt og það er margt á það langflest það sameiginlegt að hafa stefnt á toppinn í sinni grein alla sína ævi. Árangurinn er afrakstur þrotlausar vinnu, einbeitts vilja og þeim sem komast alla leið tekst um leið að uppfylla sinn stærsta æskudraum. Þetta er í grófum dráttum sú saga sem ótal íþróttamenn hafa ætíð sagt og munu gera áfram um ókomna tíð. Ég staldraði því við þau tíðindi að sænski handboltamaðurinn Kim Ekdahl du Rietz væri að hætta, aðeins 27 ára gamall og af þeirri einföldu ástæðu að hann hafi ekki lengur áhuga að spila handbolta. Raunar hafi hann aldrei haft raunverulegan áhuga á íþróttinni. „Nú þegar ég veit að ég er að hætta er þetta eins og að draumur sé að rætast,“ segir Kim í samtali við Fréttablaðið. „Þetta hljómar ef til vill öfgakennt en svona líður mér.“ Kim tók vel í viðtalsbeiðni frá mér. Þegar ég hafði fyrst samband við hann var hann reyndar staddur í fríi í Helsinki og bað hann um að viðtalið yrði tekið þegar hann væri kominn aftur til Þýskalands, þar sem hann spilar með ríkjandi meisturum Rhein-Neckar Löwen. Við náðum svo loksins saman eitt síðdegið. Kim var þá staddur á bókasafni en hann klárar í vor BA-gráðu í sálfræði. Kim Ekdahl Du Rietz er 27 ára. Hann er lykilmaður í liði Löwen sem varð Þýskalandsmeistari í vor. Hann hafði áður orðið Evrópumeistari með ljónunum frá Mannheim. Þar að auki vann hann silfur með landsliði Svía á Ólympíuleikunum í London árið 2012 en hefur reyndar síðan þá hætt að gefa kost á sér í landsliðið. Hann var samningsbundinn Löwen til loka næsta tímabils en fékk samningi sínum rift frá og með lokum þessa tímabils. Þá mun hann hætta að spila handbolta fyrir fullt og allt.Vildi fyrst hætta 14 ára Kim segir að ákvörðun hans hafi ekki komið hans nánustu á óvart. Þvert á móti. „Ég hugsaði fyrst um að hætta í handbolta fjórtán ára. Þá voru margir af mínum bestu vinum að spila körfubolta sem mér fannst mun skemmtilegri íþrótt,“ útskýrir hann. Forráðamenn félagsins hafi hins vegar ekki átt von á þessu. „Þeir höfðu aldrei heyrt um handboltamann sem vill hætta 27 ára og ég reyndar ekki heldur. Þeir reyndu að telja mér hughvarf í langan tíma.“ Kim segir hins vegar að það hafi ekki tekist og að engar líkur séu á að hann skipti um skoðun áður en tímabilinu lýkur í vor. „Eftir því sem liðið hefur á ferilinn hjá mér hefur löngun mín til að hætta orðið sterkari, sérstaklega síðustu 2-3 árin. Ég sagði við sjálfan mig nokkrum sinnum að taka bara eitt ár í viðbót en í haust fann ég að ég var kominn á endastöð.“ Ég spurði hann hvort eitthvað hefði gerst, sem varð þess valdandi að hann missti áhugann á handbolta. Svo er ekki og er skýringin líklega sú að honum finnst bara ekki skemmtilegt að spila handbolta. „Ég hef hugsað þetta í mörg ár og ekki fundið skýrari svör. Ég verð bara að taka þessu eins og það er. Ég nýt þess ekki að spila handbolta og ég er að bregðast við því.“Engin innri hvatning Þrátt fyrir að líf afreksíþróttamanna hafi ákveðið glansyfirbragð er það fremur einhæft. Að minnsta kosti eins og Kim lýsir lífi sínu sem atvinnumaður í handbolta. „Allir dagar eru eins. Maður fer í vinnunna og veit nákvæmlega hvað maður á að gera. Svo gerir maður það og fer heim. Næsti dagur er svo nákvæmlega eins. Þannig er þetta, hvert ár og hvert tímabil. Þegar því lýkur tekur annað við. Það er ekkert að því ef maður nýtur þess. En ég vil gera eitthvað annað.“ Markmiðssetning er afar algeng hjá íþróttamönnum. Þeir setja sér markmið sem hvetja þá áfram til að leggja sig fram og verða betri í sinni íþrótt. Þegar einu markmiði er náð er markið sett enn hærra og ný markmið – nýir draumar – verða að veruleika. „Ég hef áður sett mér markmið en það er langt síðan. Ég hef ekki endilega hugsað um að vinna titla. Þetta hefur breyst síðan ég var yngri og í dag veit ég í raun ekki hver mín innri hvatning er.“ Talið berst að peningum. Handboltamenn í fremstu röð í Þýskalandi fá vel borgað og Kim er í aðstöðu til að fá góð laun næsta áratuginn eða svo. „Ég hef vissulega sparað síðustu árin til að gefa mér meira svigrúm fyrir framtíðina. En svo kemur að þeim tímapunkti að maður segir við sjálfan sig að það sé ekki hægt að sjá fyrir öllu í framtíðinni. Maður gæti glatað öllu einn daginn og þá hefur maður varið öllu lífinu að gera eitthvað sem maður vill ekki gera.“Kim Ekdahl du Rietz í leik á móti íslenska landsliðinu.Vísir/GettyFólk má hafa sínar skoðanir Kim finnst ekki að hann skuldi neinum neitt. Jafnvel þótt hann sé stútfullur af hæfileikum sem nýtast vel til að spila handbolta og hann sé í stöðu sem svo marga dreymir um að vera í. En hefur hann skilning á því ef einhver myndi gagnrýna ákvörðun hans og teldi hann sóa hæfileikunum sínum? „Já, ég skil alveg pælinguna. Fólk má halda það sem það vill. En mér finnst skrýtið að maður verði að gera eitthvað bara af því að maður er góður í því. Það finnst mér raunar bara heimskulegt.“ Hann segist þó hafa upplifað reglulega á ferli sínum að fólk í kringum hann sé óánægt með að hann hefi ekki gefið sig allan að íþróttinni. „Þau sáu hæfileikana og töldu að ég hefði ekki ræktað þá eins vel og ég hefði getað. Ég hefði örugglega getað gert meira en áhuginn var ekki nógu mikill. Þannig er það bara.“Eins og barn á jólum Að öllu óbreyttu verður leikur Rhein-Neckar Löwen og Melsungen þann 10. júní síðasti handboltaleikur Kims á ferlinum. Hann hugsar um þann leik daglega. „Mér líður eins og barni sem er að bíða eftir að jólin komi. Það verður mjög stór stund fyrir mig enda hef ég stundað liðsíþróttir síðan ég var fimm ára og handboltinn verið mjög stór hluti af lífi minni, hvort sem mér líkar betur eða verr.“ Kim vill nýta tímann sem hann fær til að sjá heiminn og læra ný tungumál. Hann segir að tungumál séu í dag hans helsta ástríða. En veit hann hvernig hann mun að öðru leyti verja ævinni og hvað hann muni taka sér fyrir hendur á nýjum vettvangi? „Nei, ég hef ekki hugmynd. Það er allt opið. Ég ætla að njóta lífsins og njóta þeirrar tilfinningar að vita ekki hvar ég verð eftir þrjú ár, fimm ár eða tíu ár. Ég nýt óöryggisins sem því fylgir – það er hreinræktuð ánægja. Það eina sem ég veit er að ég þarf að afhenda íbúðina mína í lok júní. Ég þarf að koma dótinu mínu fyrir og eftir það veit enginn hvað tekur við.“ Handbolti Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Þó svo að okkar fremsta afreksfólk í íþróttum sé jafn ólíkt og það er margt á það langflest það sameiginlegt að hafa stefnt á toppinn í sinni grein alla sína ævi. Árangurinn er afrakstur þrotlausar vinnu, einbeitts vilja og þeim sem komast alla leið tekst um leið að uppfylla sinn stærsta æskudraum. Þetta er í grófum dráttum sú saga sem ótal íþróttamenn hafa ætíð sagt og munu gera áfram um ókomna tíð. Ég staldraði því við þau tíðindi að sænski handboltamaðurinn Kim Ekdahl du Rietz væri að hætta, aðeins 27 ára gamall og af þeirri einföldu ástæðu að hann hafi ekki lengur áhuga að spila handbolta. Raunar hafi hann aldrei haft raunverulegan áhuga á íþróttinni. „Nú þegar ég veit að ég er að hætta er þetta eins og að draumur sé að rætast,“ segir Kim í samtali við Fréttablaðið. „Þetta hljómar ef til vill öfgakennt en svona líður mér.“ Kim tók vel í viðtalsbeiðni frá mér. Þegar ég hafði fyrst samband við hann var hann reyndar staddur í fríi í Helsinki og bað hann um að viðtalið yrði tekið þegar hann væri kominn aftur til Þýskalands, þar sem hann spilar með ríkjandi meisturum Rhein-Neckar Löwen. Við náðum svo loksins saman eitt síðdegið. Kim var þá staddur á bókasafni en hann klárar í vor BA-gráðu í sálfræði. Kim Ekdahl Du Rietz er 27 ára. Hann er lykilmaður í liði Löwen sem varð Þýskalandsmeistari í vor. Hann hafði áður orðið Evrópumeistari með ljónunum frá Mannheim. Þar að auki vann hann silfur með landsliði Svía á Ólympíuleikunum í London árið 2012 en hefur reyndar síðan þá hætt að gefa kost á sér í landsliðið. Hann var samningsbundinn Löwen til loka næsta tímabils en fékk samningi sínum rift frá og með lokum þessa tímabils. Þá mun hann hætta að spila handbolta fyrir fullt og allt.Vildi fyrst hætta 14 ára Kim segir að ákvörðun hans hafi ekki komið hans nánustu á óvart. Þvert á móti. „Ég hugsaði fyrst um að hætta í handbolta fjórtán ára. Þá voru margir af mínum bestu vinum að spila körfubolta sem mér fannst mun skemmtilegri íþrótt,“ útskýrir hann. Forráðamenn félagsins hafi hins vegar ekki átt von á þessu. „Þeir höfðu aldrei heyrt um handboltamann sem vill hætta 27 ára og ég reyndar ekki heldur. Þeir reyndu að telja mér hughvarf í langan tíma.“ Kim segir hins vegar að það hafi ekki tekist og að engar líkur séu á að hann skipti um skoðun áður en tímabilinu lýkur í vor. „Eftir því sem liðið hefur á ferilinn hjá mér hefur löngun mín til að hætta orðið sterkari, sérstaklega síðustu 2-3 árin. Ég sagði við sjálfan mig nokkrum sinnum að taka bara eitt ár í viðbót en í haust fann ég að ég var kominn á endastöð.“ Ég spurði hann hvort eitthvað hefði gerst, sem varð þess valdandi að hann missti áhugann á handbolta. Svo er ekki og er skýringin líklega sú að honum finnst bara ekki skemmtilegt að spila handbolta. „Ég hef hugsað þetta í mörg ár og ekki fundið skýrari svör. Ég verð bara að taka þessu eins og það er. Ég nýt þess ekki að spila handbolta og ég er að bregðast við því.“Engin innri hvatning Þrátt fyrir að líf afreksíþróttamanna hafi ákveðið glansyfirbragð er það fremur einhæft. Að minnsta kosti eins og Kim lýsir lífi sínu sem atvinnumaður í handbolta. „Allir dagar eru eins. Maður fer í vinnunna og veit nákvæmlega hvað maður á að gera. Svo gerir maður það og fer heim. Næsti dagur er svo nákvæmlega eins. Þannig er þetta, hvert ár og hvert tímabil. Þegar því lýkur tekur annað við. Það er ekkert að því ef maður nýtur þess. En ég vil gera eitthvað annað.“ Markmiðssetning er afar algeng hjá íþróttamönnum. Þeir setja sér markmið sem hvetja þá áfram til að leggja sig fram og verða betri í sinni íþrótt. Þegar einu markmiði er náð er markið sett enn hærra og ný markmið – nýir draumar – verða að veruleika. „Ég hef áður sett mér markmið en það er langt síðan. Ég hef ekki endilega hugsað um að vinna titla. Þetta hefur breyst síðan ég var yngri og í dag veit ég í raun ekki hver mín innri hvatning er.“ Talið berst að peningum. Handboltamenn í fremstu röð í Þýskalandi fá vel borgað og Kim er í aðstöðu til að fá góð laun næsta áratuginn eða svo. „Ég hef vissulega sparað síðustu árin til að gefa mér meira svigrúm fyrir framtíðina. En svo kemur að þeim tímapunkti að maður segir við sjálfan sig að það sé ekki hægt að sjá fyrir öllu í framtíðinni. Maður gæti glatað öllu einn daginn og þá hefur maður varið öllu lífinu að gera eitthvað sem maður vill ekki gera.“Kim Ekdahl du Rietz í leik á móti íslenska landsliðinu.Vísir/GettyFólk má hafa sínar skoðanir Kim finnst ekki að hann skuldi neinum neitt. Jafnvel þótt hann sé stútfullur af hæfileikum sem nýtast vel til að spila handbolta og hann sé í stöðu sem svo marga dreymir um að vera í. En hefur hann skilning á því ef einhver myndi gagnrýna ákvörðun hans og teldi hann sóa hæfileikunum sínum? „Já, ég skil alveg pælinguna. Fólk má halda það sem það vill. En mér finnst skrýtið að maður verði að gera eitthvað bara af því að maður er góður í því. Það finnst mér raunar bara heimskulegt.“ Hann segist þó hafa upplifað reglulega á ferli sínum að fólk í kringum hann sé óánægt með að hann hefi ekki gefið sig allan að íþróttinni. „Þau sáu hæfileikana og töldu að ég hefði ekki ræktað þá eins vel og ég hefði getað. Ég hefði örugglega getað gert meira en áhuginn var ekki nógu mikill. Þannig er það bara.“Eins og barn á jólum Að öllu óbreyttu verður leikur Rhein-Neckar Löwen og Melsungen þann 10. júní síðasti handboltaleikur Kims á ferlinum. Hann hugsar um þann leik daglega. „Mér líður eins og barni sem er að bíða eftir að jólin komi. Það verður mjög stór stund fyrir mig enda hef ég stundað liðsíþróttir síðan ég var fimm ára og handboltinn verið mjög stór hluti af lífi minni, hvort sem mér líkar betur eða verr.“ Kim vill nýta tímann sem hann fær til að sjá heiminn og læra ný tungumál. Hann segir að tungumál séu í dag hans helsta ástríða. En veit hann hvernig hann mun að öðru leyti verja ævinni og hvað hann muni taka sér fyrir hendur á nýjum vettvangi? „Nei, ég hef ekki hugmynd. Það er allt opið. Ég ætla að njóta lífsins og njóta þeirrar tilfinningar að vita ekki hvar ég verð eftir þrjú ár, fimm ár eða tíu ár. Ég nýt óöryggisins sem því fylgir – það er hreinræktuð ánægja. Það eina sem ég veit er að ég þarf að afhenda íbúðina mína í lok júní. Ég þarf að koma dótinu mínu fyrir og eftir það veit enginn hvað tekur við.“
Handbolti Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira