Vill fá fleiri stelpur fyrir aftan barborðið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir, barþjónn. vísir/Eyþór „Ég er áfengisperri, ég drekk sjaldan en ég safna viskíi og koníaki og elska að smakka,“ segir Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir, rekstrarstjóri barsins Nora Magasín. Barinn er einn af yfir 30 börum sem taka þátt í kokteilahátíð sem nú fer fram fram í Reykjavík og stendur yfir til sunnudags. Kokteilaseðill Nora er saminn af konum og setti Sigurbjörg tvo þeirra saman en ekki er algengt að konur standi fyrir aftan barborðið og blandi kokteila. „Ég veit ekki af hverju það er. Mér finnst eins og strákar séu að taka nánast alveg yfir en það er ekki langt síðan stelpur voru að blanda kokteila þótt þær hafi ekki endilega verið að keppa í keppnum.“ Sjálf drekkur hún afar sjaldan en ef það gerist verður viskí eða rauðvín yfirleitt fyrir valinu. Og ef hún fer á bar til að panta sér kokteil er ekki sama hver blandar hann. „Ég var búin að vinna á bar í rúmlega þrjú ár þegar ég byrjaði að blanda kokteila af alvöru. Þá vann ég á Slippbarnum og byrjaði að fikra mig áfram. Ef ég panta mér kokteil þá verð ég helst að þekkja þann sem er að gera hann fyrir mig, annars er það bara rauðvín eða viskí,“ segir hún og hlær. Kokteilahátíðin, sem barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir, hófst á miðvikudag og lýkur með Íslandsmóti og keppni milli veitingastaða í kokteilagerð í Gamla bíói á sunnudag. Sigurbjörg segist ekki ætla að keppa í Íslandsmótinu þótt hún geri ráð fyrir að koma og horfa. „Það er klíkuskapur í þessu eins og svo mörgu öðru í þjóðfélaginu. Við búum á litlu landi og ég gafst upp á því að keppa í keppnum á sínum tíma eftir ákveðið atvik,“ segir hún án þess að fara nánar út í það. „Stelpur þurfa samt að þora að taka þátt. Það er mikið um feimni hjá stelpum. Ég þekki margar mjög góðar og áhugasamar stelpur sem vildu gjarnan taka þátt en gera það ekki af einhverjum sökum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs Sjá meira
„Ég er áfengisperri, ég drekk sjaldan en ég safna viskíi og koníaki og elska að smakka,“ segir Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir, rekstrarstjóri barsins Nora Magasín. Barinn er einn af yfir 30 börum sem taka þátt í kokteilahátíð sem nú fer fram fram í Reykjavík og stendur yfir til sunnudags. Kokteilaseðill Nora er saminn af konum og setti Sigurbjörg tvo þeirra saman en ekki er algengt að konur standi fyrir aftan barborðið og blandi kokteila. „Ég veit ekki af hverju það er. Mér finnst eins og strákar séu að taka nánast alveg yfir en það er ekki langt síðan stelpur voru að blanda kokteila þótt þær hafi ekki endilega verið að keppa í keppnum.“ Sjálf drekkur hún afar sjaldan en ef það gerist verður viskí eða rauðvín yfirleitt fyrir valinu. Og ef hún fer á bar til að panta sér kokteil er ekki sama hver blandar hann. „Ég var búin að vinna á bar í rúmlega þrjú ár þegar ég byrjaði að blanda kokteila af alvöru. Þá vann ég á Slippbarnum og byrjaði að fikra mig áfram. Ef ég panta mér kokteil þá verð ég helst að þekkja þann sem er að gera hann fyrir mig, annars er það bara rauðvín eða viskí,“ segir hún og hlær. Kokteilahátíðin, sem barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir, hófst á miðvikudag og lýkur með Íslandsmóti og keppni milli veitingastaða í kokteilagerð í Gamla bíói á sunnudag. Sigurbjörg segist ekki ætla að keppa í Íslandsmótinu þótt hún geri ráð fyrir að koma og horfa. „Það er klíkuskapur í þessu eins og svo mörgu öðru í þjóðfélaginu. Við búum á litlu landi og ég gafst upp á því að keppa í keppnum á sínum tíma eftir ákveðið atvik,“ segir hún án þess að fara nánar út í það. „Stelpur þurfa samt að þora að taka þátt. Það er mikið um feimni hjá stelpum. Ég þekki margar mjög góðar og áhugasamar stelpur sem vildu gjarnan taka þátt en gera það ekki af einhverjum sökum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs Sjá meira