Innlent

Kristján skipaður forstjóri Sólvangs

atli ísleifsson skrifar
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristján Sigurðsson forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs til fimm ára frá deginum í dag.

Í frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að Kristján hafi verið valinn úr hópi þeirra þriggja umsækjenda sem lögskipuð hæfnisnefnd mat vel hæfa til að gegna starfinu.

Segir að í mati hæfnisnefndar kemur fram að Kristján hafi ágæta þekkingu og reynslu af rekstri í öldrunarþjónustu, sem formaður launanefndar SFV hafi hann leitt vinnu við gerð kjarasamninga og haft eftirfylgd með fjárveitingu til þeirra. Styrkleikar Kristjáns séu á sviði rekstur og fjármálastjórnunar og hann vel hæfur til að gegna starfinu.

„Kristján er viðskiptamenntaður með BS gráðu frá Nova South-Western University, 1988 og MBA gráðu frá University of Wisconsin, 1998. Kristján hefur verið forstjóri Vigdísarholts frá árinu 2014 en fór jafnframt með forstöðu á Sólvangi árin 2015 – 2016. Hann var verkefnastjóri á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund á árunum 2009 – 2014, og frá 2000 – 2009 var hann forstöðumaður  stjórnunarsviðs Hrafnistu. Af störfum fyrir þann tíma má nefna starf deildarstjóra starfsmannaþjónustu Ríkisspítala, starf á hagdeild Ríkisspítala og framkvæmdastjórastöðu við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Kristján var formaður launanefndar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) árin 2003 – 2009 og aftur 2011-2012,“ segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×