Enski boltinn

Mourinho: Næsta sumar munu slakari leikmenn en Pogba kosta meira en hann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að þegar fram líða stundir muni upphæðin sem félagið borgaði fyrir Paul Pogba ekki teljast há.

„Gagnrýnin sem hann fær er hörð og erfið. En það er kostnaðurinn við að vera sá sem hann er,“ sagði Mourinho en United gerði Pogba að dýrasta leikmanni allra tíma þegar félagið greiddi Juventus 89 milljónir punda fyrir hann síðasta sumar.

Mourinho segir ekki langt þess að bíða að félag borgi meira fyrir leikmann en United gerði í tilfelli Pogba.

„Næsta sumar munu eflaust leikmenn sem eru ekki nálægt því jafn góðir kosta jafn mikið ef ekki meira en hann,“ sagði Mourinho.

„Fyrir nokkrum árum kostaði frábær leikmaður 25 milljónir. Í dag færðu ekki einu sinni góðan leikmann fyrir 25 milljónir, heldur leikmann sem lofar góðu. Næsta sumar verður Pogba væntanlega ekki lengur dýrasti leikmaður sögunnar sem er líklega gott.“

Pogba hefur skorað sjö mörk í 34 leikjum fyrir United á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Zlatan kom Man Utd til bjargar | Sjáðu mörkin

Zlatan Ibrahimovic kom Manchester United til bjargar gegn Blackburn Rovers í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á Ewood Park í dag. Lokatölur 1-2, United í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×