Fótbolti

Fær kannski ekki að spila út af hárgreiðslunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eins og sjá má er hárgreiðsla Gyan mjög ósiðleg. Að einhverra mati hið minnsta.
Eins og sjá má er hárgreiðsla Gyan mjög ósiðleg. Að einhverra mati hið minnsta. vísir/getty
Ganamaðurinn Asamoah Gyan er einn af 46 leikmönnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem eru sagðir vera með ósiðlegt hár.

Þeir sem eru með ósiðlegt hár að mati knattspyrnuyfirvalda þar í landi fá fyrst viðvörun áður en þeim er meinað að spila. Gyan gæti því lent í því að fá ekki að spila út af hárgreiðslu.

Það hefur komið fyrir þar í landi að leikmenn fá ekki að spila vegna greiðslunnar. Knattspyrnuyfirvöld líta svo á að hætta sé að ungir knattspyrnumenn vilji herma eftir greiðslunum sem þeim finnst vera ósiðlegar.

Svipaðar reglur eru í Sádi Arabíu og þar var markvörður skikkaður í klippingu fyrir leik á dögunum.

Gyan er í láni hjá Al Ahli frá kínverska liðinu Shanghai SIPG og hann gæti farið fyrr til baka ef hann sættir sig ekki við að breyta um hárgreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×