Fótbolti

Aron: Ég ber mikla ábyrgð á tapinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron var svekktur eftir tapið um helgina.
Aron var svekktur eftir tapið um helgina. Vísir/Getty
Werder Bremen hefur ekki unnið leik í þýsku úrvalsdeildinni síðan en snemma í desember og hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum.

Bremen er aðeins með sextán stig í fimmtánda sæti deildarinnar, jafn mörg og Hamburg sem er í þriðja neðsta sæti og einu meira en Ingolstadt. Darmstadt er neðst með níu stig.

Aron missti af upphafi tímabilsins vegna meiðsla en kom inn á sem varamaður þegar liðið tapaði fyrir Augsburg um síðustu helgi, 3-2. Bremen leiddi þó 2-1 en eftir að Augsburg jafnaði klikkaði Aron á góðu færi sem hefði komið Bremen aftur yfir.

„Ég ber mikla ábyrgð á því að við töpuðum þessum leik,“ sagði Aron sem kom inn á á 67. mínútu. „Ég varð fyrir vonbrigðum með sjálfan mig en við hefðum ekki átt að gefa þetta frá okkur.“

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég nýti ekki færi og ekki það síðasta. Þetta er hluti af mínu starfi og þetta hefði ekki verið mikið mál hefðum við ekki svo tapað leiknum.“

„Það eru enn fimmtán leiki eftir af tímabilinu og ótímabært að tala um að Bremen sé í krísu. Við þurfum á stuðningi okkar fólks að halda. Við höfum trú á okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×