Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2017 11:03 Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli en Sigmundur Davíð gefur ekki mikið fyrir það. Nýverið var tilkynnt um tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands. Ýmsir, ekki síst þeir sem starfa hjá Ríkisútvarpinu, furða sig á því að þeir sem komu að fyrstu fréttum um Panamaskjölin, hafi ekki komist á blað ef frá er talinn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Þannig hefur til dæmis Sigmar Guðmundsson sjónvarps- og útvarpsmaður haft uppi um það hörð orð á Facebook-síðu sinni. „Væntanlega man fólk að forsætisráðherra þurfti að víkja eftir Kastljósþáttinn í fyrra, stokka þurfti upp ríkisstjórnina og samfélagið logaði og titraði allt árið sem óvænt varð kosningaár vegna þáttarins. Af hverju í ósköpunum er þá þessi örlagaríki þáttur ekki á blaði þegar verðlauna á blaðamennsku fyrir árið? Sem umfjöllun ársins eða rannsóknarblaðamennska ársins? Hvaða rugl er þetta? Er eitthvað viðtal stærra, merkilegra og örlagaríkara en viðtal Jóa og Sven við Sigmund Davíð? Af hverju kemst það ekki á blað sem viðtal ársins?“ spyr Sigmar og eru margir í stétt blaðamanna til að taka í sama streng. Sigmar, sem sjálfur hlaut verðlaunin árið 2012 fyrir viðtal ársins, furðar sig einkum á því að samstarfsmaður hans Aðalsteinn Kjartansson hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir sinn þátt í fréttum af Wintrismálinu, segir það „hneyksli“ og reyndar má nefna fleiri sem komu að málum svo sem Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kastljóssins og Helga Seljan. Sigmar metur það svo að þau sem skipa dómnefndina; Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, Arndís Þorgeirsdóttir, Svanborg Sigmarsdóttir, Kári Jónasson og Björn Vignir Sigurpálsson, skilji ekki hvað felst í teymisvinnu. Einn er þó sá maður sem gefur lítið fyrir þessar bollaleggingar og sá er umræddur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú alþingismaður. Hann sér þetta öðrum augum eins og fram kemur á Facebook-síðu hans: „Í Efstaleiti virðast sumir uppteknari af því að skammast yfir að kollegar þeirra veiti þeim ekki nógu mikla viðurkenningu fyrir að taka þátt í tilræði Sorosar og Co. við íslensk stjórnvöld,“ segir Sigmundur Davíð og helst á honum að skilja að blaðamenn skilji ekki um hvað málið snýst. Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins 2016 Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og loks eru veitt blaðamannaverðlaun ársins. 25. febrúar 2017 00:01 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Nýverið var tilkynnt um tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands. Ýmsir, ekki síst þeir sem starfa hjá Ríkisútvarpinu, furða sig á því að þeir sem komu að fyrstu fréttum um Panamaskjölin, hafi ekki komist á blað ef frá er talinn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Þannig hefur til dæmis Sigmar Guðmundsson sjónvarps- og útvarpsmaður haft uppi um það hörð orð á Facebook-síðu sinni. „Væntanlega man fólk að forsætisráðherra þurfti að víkja eftir Kastljósþáttinn í fyrra, stokka þurfti upp ríkisstjórnina og samfélagið logaði og titraði allt árið sem óvænt varð kosningaár vegna þáttarins. Af hverju í ósköpunum er þá þessi örlagaríki þáttur ekki á blaði þegar verðlauna á blaðamennsku fyrir árið? Sem umfjöllun ársins eða rannsóknarblaðamennska ársins? Hvaða rugl er þetta? Er eitthvað viðtal stærra, merkilegra og örlagaríkara en viðtal Jóa og Sven við Sigmund Davíð? Af hverju kemst það ekki á blað sem viðtal ársins?“ spyr Sigmar og eru margir í stétt blaðamanna til að taka í sama streng. Sigmar, sem sjálfur hlaut verðlaunin árið 2012 fyrir viðtal ársins, furðar sig einkum á því að samstarfsmaður hans Aðalsteinn Kjartansson hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir sinn þátt í fréttum af Wintrismálinu, segir það „hneyksli“ og reyndar má nefna fleiri sem komu að málum svo sem Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kastljóssins og Helga Seljan. Sigmar metur það svo að þau sem skipa dómnefndina; Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, Arndís Þorgeirsdóttir, Svanborg Sigmarsdóttir, Kári Jónasson og Björn Vignir Sigurpálsson, skilji ekki hvað felst í teymisvinnu. Einn er þó sá maður sem gefur lítið fyrir þessar bollaleggingar og sá er umræddur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú alþingismaður. Hann sér þetta öðrum augum eins og fram kemur á Facebook-síðu hans: „Í Efstaleiti virðast sumir uppteknari af því að skammast yfir að kollegar þeirra veiti þeim ekki nógu mikla viðurkenningu fyrir að taka þátt í tilræði Sorosar og Co. við íslensk stjórnvöld,“ segir Sigmundur Davíð og helst á honum að skilja að blaðamenn skilji ekki um hvað málið snýst.
Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins 2016 Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og loks eru veitt blaðamannaverðlaun ársins. 25. febrúar 2017 00:01 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þau eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins 2016 Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og loks eru veitt blaðamannaverðlaun ársins. 25. febrúar 2017 00:01