Erlent

Klappað fyrir Obama í New York

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Obama lét af embætti fyrir rétt rúmum mánuði.
Obama lét af embætti fyrir rétt rúmum mánuði. vísir/afp
Hópur vegfarenda hyllti Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar forsetinn gekk inn í bifreið á Manhattan í gær. 

Barack Obama er staddur í New York nú um helgina ásamt dóttur sinni Maliu en rétt rúmur mánuður er liðinn frá því að hann lét af embætti. Í kjölfarið fór Obama-fjölskyldan fór í frí í Karíbahafið í lok janúar þar sem forsetinn fyrrverandi prófaði sjóskíði.

Í gærkvöldi fóru feðginin í leikhús á Broadway og sáu sýninguna Gjaldið eftir Arthur Miller.

Eftir sýninguna létu þau taka af sér hópmynd með leikurum sýningarinnar, þar á meðal Danny Devito og Mark Ruffalo.

Hafa fjölmiðlar gert grín að myndinni og þykir hún hálf vandræðaleg en á henni má sjá hvernig Malia Obama heldur í hönd DeVito og Barack Obama styður hönd sinni föðurlega á öxl hans.

Obama-feðginunum var fagnað víða í New York en ítalski veitingastaðurinn Ballatos birti mynd af þeim á Instagram ásamt starfsfólki og kokkum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×