Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2017 14:40 „Nei, ég get ekki sagt það,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, þegar hann er spurður hvort niðurstaða endurupptökunefndar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið í takt við það sem hann átti von á.Sjá einnig: Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýjuVonlaust að draga einn þátt út úr Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. „Það sem kemur mér á óvart er að þeim takist að taka einn frá málinu sem varðar meintar rangar sakargiftir Erlu á hendur svokölluðum Klúbbmönnum. Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr,“ segir Ragnar. Þegar Ragnar talar um Klúbbmenn er hann að tala um mennina fjóra sem Erla Bolladóttir, Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marinó Ciesielski voru sakfelld fyrir að bera rangar sakir á. Voru það þeir Einar Gunnar Bollason, Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen. Um er að ræða skemmtistaðinn Klúbbinn en þeir Magnús og Sigurbjörn höfðu tengsl við þann skemmtistað en ekki Einar og Valdimar. Hins vegar festist viðurnefnið Klúbbmenn við þá alla fjóra.Lögreglumenn heima hjá henni að vingast við hana Ragnar segir að endurupptökunefnd virðist liggja mikið á því að Erla hafi ekki verið í fangelsi þegar hún á að hafa talað um einhverja af þessum fjórmenningum. „Það er að vísu rétt að henni var sleppt úr fangelsi á tímabili en á þeim tíma voru lögreglumenn heima hjá henni og rannsóknardómarinn sífellt að vingast við hana og reyna að fá hana til að segja eitthvað sem væri í samræmi við eitthvað sem þeir héldu. Þetta voru allt marklausar yfirheyrslur án verjanda,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að settur ríkissaksóknari hefði lagst upphaflega gegn því að mál Erlu yrði endurupptekið. „En í munnlegum málflutningi fyrir um ári breytti hann afstöðu sinni og taldi að það sama gilti um hana og aðra í málinu. Það var ekki síður ástæða til að endurupptaka hennar mál en annarra,“ segir Ragnar.Alveg öruggt að það fær ekki staðist Hann segist ekki hafa fengið sé í kaflanum í máli Erlu um viðhorf ákæruvaldsins að endurupptökunefndin hafi fjallað um þýðingu þess að ákæruvaldið breytti afstöðu sinni. „Það er auðvitað mjög mikilvægt. Ég tel að það sé alveg nóg, ef að ákæruvaldið fellst á endurupptökubeiðni, þá þurfi ekki mikið meira til að koma.“ Ragnar segir að hver glöggur maður sem kynnir sér málið eins og það var dæmt í Hæstarétti árið 1980 sjái að það fái ekki staðist að atburðirnir hafi orðið með þeim hætti sem gengið er út frá í dómnum. „Það er alveg öruggt að það fær ekki staðist. Þess vegna hlaut endurupptökunefndin að fallast á endurupptökubeiðnina.“ Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira
„Nei, ég get ekki sagt það,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, þegar hann er spurður hvort niðurstaða endurupptökunefndar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið í takt við það sem hann átti von á.Sjá einnig: Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýjuVonlaust að draga einn þátt út úr Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. „Það sem kemur mér á óvart er að þeim takist að taka einn frá málinu sem varðar meintar rangar sakargiftir Erlu á hendur svokölluðum Klúbbmönnum. Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr,“ segir Ragnar. Þegar Ragnar talar um Klúbbmenn er hann að tala um mennina fjóra sem Erla Bolladóttir, Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marinó Ciesielski voru sakfelld fyrir að bera rangar sakir á. Voru það þeir Einar Gunnar Bollason, Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen. Um er að ræða skemmtistaðinn Klúbbinn en þeir Magnús og Sigurbjörn höfðu tengsl við þann skemmtistað en ekki Einar og Valdimar. Hins vegar festist viðurnefnið Klúbbmenn við þá alla fjóra.Lögreglumenn heima hjá henni að vingast við hana Ragnar segir að endurupptökunefnd virðist liggja mikið á því að Erla hafi ekki verið í fangelsi þegar hún á að hafa talað um einhverja af þessum fjórmenningum. „Það er að vísu rétt að henni var sleppt úr fangelsi á tímabili en á þeim tíma voru lögreglumenn heima hjá henni og rannsóknardómarinn sífellt að vingast við hana og reyna að fá hana til að segja eitthvað sem væri í samræmi við eitthvað sem þeir héldu. Þetta voru allt marklausar yfirheyrslur án verjanda,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að settur ríkissaksóknari hefði lagst upphaflega gegn því að mál Erlu yrði endurupptekið. „En í munnlegum málflutningi fyrir um ári breytti hann afstöðu sinni og taldi að það sama gilti um hana og aðra í málinu. Það var ekki síður ástæða til að endurupptaka hennar mál en annarra,“ segir Ragnar.Alveg öruggt að það fær ekki staðist Hann segist ekki hafa fengið sé í kaflanum í máli Erlu um viðhorf ákæruvaldsins að endurupptökunefndin hafi fjallað um þýðingu þess að ákæruvaldið breytti afstöðu sinni. „Það er auðvitað mjög mikilvægt. Ég tel að það sé alveg nóg, ef að ákæruvaldið fellst á endurupptökubeiðni, þá þurfi ekki mikið meira til að koma.“ Ragnar segir að hver glöggur maður sem kynnir sér málið eins og það var dæmt í Hæstarétti árið 1980 sjái að það fái ekki staðist að atburðirnir hafi orðið með þeim hætti sem gengið er út frá í dómnum. „Það er alveg öruggt að það fær ekki staðist. Þess vegna hlaut endurupptökunefndin að fallast á endurupptökubeiðnina.“
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira