Viðar, sem er orðinn markahæsti leikmaður ísraelsku deildarinnar, varð hins vegar fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í gær er óprúttinn aðili braust inn á Twitter-síðu hans.
Tilgangurinn var að selja Ray-Ban sólgleraugu og fengu vinir Viðars Arnar á Twitter tilboð til sín í nafni Viðars.
Hvaða höfðingi var að hakka sig inná twitter accountin minn
— Viðar Örn Kjartanss. (@Vidarkjartans) February 19, 2017
Hjálmar Örn Jóhannsson, snapchat-stjarna með meiru, virtist enn fremur áhugasamur um að gylliboðið.
@Vidarkjartans@shahar_penso@gardarleifs@EranMaccabi@Viilmaaat takk fyrir tilboðið champ! Skoða þessi gleraugu seinna í kvöld er að borða
— Hjálmar Örn Jóhannss (@hjammi) February 19, 2017