Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur að ljúka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2017 11:10 Maðurinn sem situr í haldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var leiddur fyrir dómara í liðinni viku. vísir/eyþór Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lýkur í næstu viku eða byrjun þeirrar þar næstu að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verður þá sent til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út en einn maður, grænlenskur skipverji af togaranum Polar Nanoq, er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu. Birna hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Umfangsmikil leit var gerð að henni í vikunni á eftir og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita sunnudaginn 22. janúar. Þá voru tveir menn búnir að vera í gæsluvarðhaldi í fjóra daga, annars vegar maðurinn sem enn er í haldi og hins vegar kollegi hans af grænlenska togaranum, en honum var sleppt úr haldi tveimur vikum síðar. Ekki var farið fram á farbann yfir manninum og fór hann því aftur heim til Grænlands en maðurinn er þó enn með stöðu grunaðs manns í málinu. Grímur segir að enn sé verið að bíða eftir niðurstöðum úr lífsýnarannsóknum. „Við stefnum á að ljúka rannsókn um miðjan mánuðinn, það er öðru hvoru megin við þar næstu helgi. Okkur eru að berast annars slagið niðurstöður úr rannsóknum erlendis frá sem bætast þá bara inn í rannsóknina og við erum raunverulega bara í þeirri stöðu að vera að bíða eftir þeim niðurstöðum,“ segir Grímur. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var í liðinni viku úrskurðaður í áframhaldandi varðhald í fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna. Hann var yfirheyrður áður en hann var leiddur fyrir dómara en hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Grímur segir þó að hann verði yfirheyrður áður en rannsókninni ljúki en ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverji fjarri öðrum föngum Thomas Møller Olsen er einn á gangi í fangelsinu á Hólmsheiði á meðan starfsmenn fangelsisins reyna að átta sig á honum. Hann sinnir hvorki vinnu né skóla. Alls 26 fangar dvelja nú í fangelsinu á Hólmsheiði. 7. mars 2017 06:00 Skipverjinn í fjögurra vikna varðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 2. mars 2017 14:40 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lýkur í næstu viku eða byrjun þeirrar þar næstu að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verður þá sent til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út en einn maður, grænlenskur skipverji af togaranum Polar Nanoq, er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu. Birna hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Umfangsmikil leit var gerð að henni í vikunni á eftir og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita sunnudaginn 22. janúar. Þá voru tveir menn búnir að vera í gæsluvarðhaldi í fjóra daga, annars vegar maðurinn sem enn er í haldi og hins vegar kollegi hans af grænlenska togaranum, en honum var sleppt úr haldi tveimur vikum síðar. Ekki var farið fram á farbann yfir manninum og fór hann því aftur heim til Grænlands en maðurinn er þó enn með stöðu grunaðs manns í málinu. Grímur segir að enn sé verið að bíða eftir niðurstöðum úr lífsýnarannsóknum. „Við stefnum á að ljúka rannsókn um miðjan mánuðinn, það er öðru hvoru megin við þar næstu helgi. Okkur eru að berast annars slagið niðurstöður úr rannsóknum erlendis frá sem bætast þá bara inn í rannsóknina og við erum raunverulega bara í þeirri stöðu að vera að bíða eftir þeim niðurstöðum,“ segir Grímur. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var í liðinni viku úrskurðaður í áframhaldandi varðhald í fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna. Hann var yfirheyrður áður en hann var leiddur fyrir dómara en hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Grímur segir þó að hann verði yfirheyrður áður en rannsókninni ljúki en ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverji fjarri öðrum föngum Thomas Møller Olsen er einn á gangi í fangelsinu á Hólmsheiði á meðan starfsmenn fangelsisins reyna að átta sig á honum. Hann sinnir hvorki vinnu né skóla. Alls 26 fangar dvelja nú í fangelsinu á Hólmsheiði. 7. mars 2017 06:00 Skipverjinn í fjögurra vikna varðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 2. mars 2017 14:40 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Skipverji fjarri öðrum föngum Thomas Møller Olsen er einn á gangi í fangelsinu á Hólmsheiði á meðan starfsmenn fangelsisins reyna að átta sig á honum. Hann sinnir hvorki vinnu né skóla. Alls 26 fangar dvelja nú í fangelsinu á Hólmsheiði. 7. mars 2017 06:00
Skipverjinn í fjögurra vikna varðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 2. mars 2017 14:40
Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22