Innlent

Tveggja daga ráðstefna kostaði borgina tvö hundruð þúsund á mann

Allir flokkar í borgarstjórn sendu fulltrúa á ráðstefnuna þar sem fjallað var um snjallborgir.
Allir flokkar í borgarstjórn sendu fulltrúa á ráðstefnuna þar sem fjallað var um snjallborgir. vísir/getty
Reykjavíkurborg greiddi tvær milljónir í fargjöld og dagpeninga vegna ferðar tíu borgarfulltrúa og embættismanna á höfuðborgarráðstefnu í Helsinki 16. og 17. febrúar.

Allir flokkar í borgarstjórn sendu fulltrúa á ráðstefnuna þar sem fjallað var um snjallborgir eða Open cities og aðgerðir í þeim efnum. Þátttakendur voru borgarstjórar, borgarfulltrúar og helstu embættismenn frá höfuðstöðum hinna Norðurlandanna.

Sigurður Björn Blöndal, formaður borgarráðs, var í ferðinni ásamt Líf Magneudóttur, Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, Halldóri Auðar Svanssyni, Heiðu Björgu Hilmisdóttur og Kjartani Magnússyni. Þeir embættismenn sem fóru voru Helga Björg Ragnarsdóttir, Helga Björk Laxdal, Hilmar Hlíðar Magnúsarson og Óskar Jörgen Sandholt.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×