Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við konu á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig vegna verkja í mjöðm og þarf að bíða í rúma tvo mánuði eftir læknisskoðun. Þingmaður Pírata segir að neyðarástand ríki í geðheilbrigðismálum hér á landi og illa sé búið að fólki með geðsjúkdóma.

Flóttabörnum sem koma hingað til lands er aðeins tryggð menntun til sextán ára aldurs en ekki átján eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að auka útgjöld til hernaðarmála um sjö prósent á þessu ári til styrkja varnir landsins.

Sýndarveruleiki, mæling á skothraða og seglar í lausu lofti voru á meðal þess sem gestir gátu kynnt sér á hinum árlega Háskóladegi í dag

Manchester United fór illa að ráði sínu ensku úrvalsdeildinni í dag og náði aðeins jafntefli gegn Bournemouth þrátt fyrir urmul færa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×