Kom forsætisráðherra á óvart að breytingar á skipan Stjórnarráðsins kosta tæpan hálfan milljarð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2017 10:58 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í kostnað við breytingar á skipan Stjórnarráðsins en ríkisstjórnin ákvað að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneyti, annars vegar dómsmálaráðuneyti og hins vegar ráðuneyti samgöngu-og sveitarstjórnarmála. Þingmaðurinn benti á að í fyrstu umræðu um þingsályktunartillögu forsætisráðherra vegna breytinga hafi komið fram að ekkert kostnaðarmat hefði farið fram á því hvað þær myndu kosta. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd og upplýsti Svandís að nefndin hefði fengið þær upplýsingar að breytingarnar muni kosta um 120 milljónir á ársgrundvelli eða tæpan hálfan milljarð á kjörtímabilinu. Svandís spurði Bjarna hvort að þessi tala kæmi honum óþægilega á óvart eins og henni og svaraði Bjarni því til þegar hann kom í pontu að hún gerði það. „Það er sjálfsagt að segja frá því að þessi tala kemur mér á óvart og mér finnst hún ekki koma til greina. Mér finnst hún ekki koma til greina því það er ekki verið að bæta við nýjum ráðherra, nýjum bílstjóra, nýjum ritara og ekki nýju húsnæði heldur er eingöngu verið að tala um aðskilnað ráðuneyta. [...] Mér finnst ekki koma til greina að það sé lagt upp með þennan kostnað af hálfu ráðuneytisins,“ sagði forsætisráðherra. Hann bætti því við að honum þætti ekki koma til greina að halda áfram með málið á þessum forsendum og að það þyrfti að hugsa betur. Bjarni kvaðst þó gera sér grein fyrir því að breytingarnar myndu kosta einhver störf, til að mynda þyrfti að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra. „En ég geri þá kröfu til Stjórnarráðsins að menn leiti leiða til að sparnaðar og grípi ekki tækifærin til að bæta við sig.“ Svandís þakkaði ráðherranum fyrir skýr svör en spurði ráðherra hvort hann teldi enn rétt að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneytinu. Bjarni svaraði því til að hann teldi það enn vera rétt að koma á sérstöku ráðuneyti dómsmála annars vegar og hins vegar ráðuneyti samgönu-og sveitarstjórnmála. „Það verður hins vegar ekki af því ef innanríkisráðuneytið getur ekki fært fyrir þingið aðra áætlun en þá sem er raunhæfari en þessi sem nefndinni hefur borist. [...] Við munum ekki halda áfram með málið ef kostnaður er yfir 100 milljónir bara við uppskiptinguna,“ sagði Bjarni en bætti því við að hann væri sannfærður um að hægt væri að lækka kostnaðinn. Alþingi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í kostnað við breytingar á skipan Stjórnarráðsins en ríkisstjórnin ákvað að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneyti, annars vegar dómsmálaráðuneyti og hins vegar ráðuneyti samgöngu-og sveitarstjórnarmála. Þingmaðurinn benti á að í fyrstu umræðu um þingsályktunartillögu forsætisráðherra vegna breytinga hafi komið fram að ekkert kostnaðarmat hefði farið fram á því hvað þær myndu kosta. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd og upplýsti Svandís að nefndin hefði fengið þær upplýsingar að breytingarnar muni kosta um 120 milljónir á ársgrundvelli eða tæpan hálfan milljarð á kjörtímabilinu. Svandís spurði Bjarna hvort að þessi tala kæmi honum óþægilega á óvart eins og henni og svaraði Bjarni því til þegar hann kom í pontu að hún gerði það. „Það er sjálfsagt að segja frá því að þessi tala kemur mér á óvart og mér finnst hún ekki koma til greina. Mér finnst hún ekki koma til greina því það er ekki verið að bæta við nýjum ráðherra, nýjum bílstjóra, nýjum ritara og ekki nýju húsnæði heldur er eingöngu verið að tala um aðskilnað ráðuneyta. [...] Mér finnst ekki koma til greina að það sé lagt upp með þennan kostnað af hálfu ráðuneytisins,“ sagði forsætisráðherra. Hann bætti því við að honum þætti ekki koma til greina að halda áfram með málið á þessum forsendum og að það þyrfti að hugsa betur. Bjarni kvaðst þó gera sér grein fyrir því að breytingarnar myndu kosta einhver störf, til að mynda þyrfti að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra. „En ég geri þá kröfu til Stjórnarráðsins að menn leiti leiða til að sparnaðar og grípi ekki tækifærin til að bæta við sig.“ Svandís þakkaði ráðherranum fyrir skýr svör en spurði ráðherra hvort hann teldi enn rétt að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneytinu. Bjarni svaraði því til að hann teldi það enn vera rétt að koma á sérstöku ráðuneyti dómsmála annars vegar og hins vegar ráðuneyti samgönu-og sveitarstjórnmála. „Það verður hins vegar ekki af því ef innanríkisráðuneytið getur ekki fært fyrir þingið aðra áætlun en þá sem er raunhæfari en þessi sem nefndinni hefur borist. [...] Við munum ekki halda áfram með málið ef kostnaður er yfir 100 milljónir bara við uppskiptinguna,“ sagði Bjarni en bætti því við að hann væri sannfærður um að hægt væri að lækka kostnaðinn.
Alþingi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira