Prestshjónin á Staðastað: „Ef við förum þessa leið þá erum við að svíkja drenginn okkar“ Hulda Hólmkelsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 1. mars 2017 19:45 Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. Kirkjan vill að presturinn skrifi undir plagg um að ekkert hafi verið að húsinu, þrátt fyrir að gögn sýni annað. Páll Ágúst sigraði í prestskosningu 2013. Hann og kona hans, séra Karen Lind Ólafsdóttir, tóku þó ekki við íbúðarhúsinu á Staðastað fyrr en síðsumars 2014. „Það var sagt við mig að þetta hús væri fyrsta flokks og í toppstandi,“ segir hann. Annað hafi þó fljótlega komið á daginn. Silfurskottur hafi verið á kreiki og brúnar doppur birst víða um húsið. Upp úr áramótum hafi verið komið mjög þungt loft í húsið og þau prestshjónin hafi stöðugt verið að þrífa og lofta út. Asmi sonar þeirra, sem hafi verið þriggja mánaða er hjónin fluttu með þrjú börn sín á Staðastað, hafi ágerst og hann orðið stöðugt óværari. Páll Ágúst settist niður með Agnesi Sigurðardóttur Biskupi í október 2016 og fór yfir málið með henni. Svo fór að hún leysti hann undan búsetuskyldunni. Á fundi Kirkjuráðs nú í febrúar var rætt um að presturinn skilaði jörðinni. Í desember í fyrra fékk hann tilboð um að gera upp búið. „Forsenda þess að þessi ábúð er gerð upp er semsagt sú að við viðurkennum að það hafi aldrei neitt verið að þessu húsi,“ segir Páll Ágúst.Rætt var við þau Karen Lind og Pál Ágúst í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að sjá viðtalið í fullri lengd hér að ofan. Tengdar fréttir Segja húsnæðið að Staðastað ekki heilsuspillandi Fasteignasvið Kirkjumálasjóðs segir að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist með lagfæringar á prestsetrinu á Staðastað. 1. mars 2017 17:53 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. Kirkjan vill að presturinn skrifi undir plagg um að ekkert hafi verið að húsinu, þrátt fyrir að gögn sýni annað. Páll Ágúst sigraði í prestskosningu 2013. Hann og kona hans, séra Karen Lind Ólafsdóttir, tóku þó ekki við íbúðarhúsinu á Staðastað fyrr en síðsumars 2014. „Það var sagt við mig að þetta hús væri fyrsta flokks og í toppstandi,“ segir hann. Annað hafi þó fljótlega komið á daginn. Silfurskottur hafi verið á kreiki og brúnar doppur birst víða um húsið. Upp úr áramótum hafi verið komið mjög þungt loft í húsið og þau prestshjónin hafi stöðugt verið að þrífa og lofta út. Asmi sonar þeirra, sem hafi verið þriggja mánaða er hjónin fluttu með þrjú börn sín á Staðastað, hafi ágerst og hann orðið stöðugt óværari. Páll Ágúst settist niður með Agnesi Sigurðardóttur Biskupi í október 2016 og fór yfir málið með henni. Svo fór að hún leysti hann undan búsetuskyldunni. Á fundi Kirkjuráðs nú í febrúar var rætt um að presturinn skilaði jörðinni. Í desember í fyrra fékk hann tilboð um að gera upp búið. „Forsenda þess að þessi ábúð er gerð upp er semsagt sú að við viðurkennum að það hafi aldrei neitt verið að þessu húsi,“ segir Páll Ágúst.Rætt var við þau Karen Lind og Pál Ágúst í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að sjá viðtalið í fullri lengd hér að ofan.
Tengdar fréttir Segja húsnæðið að Staðastað ekki heilsuspillandi Fasteignasvið Kirkjumálasjóðs segir að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist með lagfæringar á prestsetrinu á Staðastað. 1. mars 2017 17:53 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Segja húsnæðið að Staðastað ekki heilsuspillandi Fasteignasvið Kirkjumálasjóðs segir að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist með lagfæringar á prestsetrinu á Staðastað. 1. mars 2017 17:53
Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00