Fótbolti

Defoe aftur í landsliðið eftir langa fjarveru

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermain Defoe fagnar í leik með Sunderland.
Jermain Defoe fagnar í leik með Sunderland. vísir/getty
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Þýskalandi og Litháen síðar í mánuðinum.

Helst vakti athygli að Southgate kallaði á Jermain Defoe, 34 ára sóknarmann Sunderland, sem hefur ekki spilað með enska landsliðinu síðan í nóvember 2013.

Defoe hefur skorað fjórtán mörk fyrir Sunderland á tímabilinu og er næstmarkahæsti enski leikmaður deildarinnar, á eftir Harry Kane. Kane er ekki með vegna meiðsla.

Fjórir leikmenn voru valdir sem ekki eiga landsleik að baki. Það eru Nathan Redmond og James Ward-Prowse, leikmenn Sunderland, sem og Michael Keane hjá Burnley og West Ham-maðurinn Michail Antonio.

Theo Walcott var hins vegar ekki valinn í hópinn og þá er fyrirliðinn Wayne Rooney frá vegna meiðsla, sem og Daniel Sturridge.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×