Fótbolti

Þrenna á aðeins tíu mínútum hjá Alberti í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir unglingalið PSV Eindhoven sem vann fimm marka útisigur á FC Eindhoven, 5-0, í hollensku b-deildinni í kvöld. Þetta var önnur þrenna hans á sautján dögum.

Yngra lið Psv Eindhoven tekur þátt í hollensku b-deildinni og það er ljóst að íslenski unglingalandsliðsmaðurinn hefur verið duglegur að minna á sig í síðustu leikjum.

Albert kom PSV Eindhoven í 1-0 á 39. mínútu og bætti svo við öðru marki á 42. mínútu.  Tvö mörk á aðeins þremur mínútum undir lok fyrri hálfleiksins.

Albert var hinsvegar ekki hættur og fullkomnaði þrennuna sína eftir aðeins fjögurra mínútna leik í seinni hálfleiknum. Hann var þar með búinn að skorað þrjú mörk á aðeins tíu mínútum.

Albert hefur nú skorað átta mörk í síðustu fimm leikjum og alls tólf mörk í deildinni á tímabilinu. Albert skoraði einnig tvö mörk í 2-0 sigri á NAC Breda 20. febrúar og þrennu í 4-1 sigri á RKC Waalwijk 24. febrúar.

Albert var ekki búinn að skora í síðustu tveimur leikjum ekki frekar en liðsfélagar hans. Hann bætti hinsvegar úr því í kvöld og hefur nú skorað átta af síðustu ellefu mörkum liðsins í hollensku b-deildinni. Hann var með átta af níu áður en liðið bætti við tveimur mörkum í blálokin í kvöld.

Albert skipti hreinlega bara um gír eftir að hann heim frá Kína þar sem hann lék sinn fyrsta A-landsleik í janúarmánuði.  Afar ánægjulegt að sjá ungan strák nýta sér þannig meðbyr á svona glæsilegan hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×