Leikmaðurinn sem Barcelona má ekki vera án og hann heitir ekki Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 08:30 Samuel Umtiti í hópi leikmanna Barcelona. Vísir/Getty Barcelona tapaði í spænsku deildinni um helgina og náði þar með ekki að fylgja eftir mögnuðum sigri sínum á Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku. Lionel Messi var með Barcelona í leiknum en liðið saknaði hinsvegar Brasilíumannsins Neymar og franska varnarmannsins Samuel Umtiti. Neymar átti stórleik á móti Paris Saint Germain og hefði örugglega getað búið eitthvað til í sókninni en tölfræðin sýnir þó að mikilvægi Samuel Umtiti í vörninni er kannski enn meira þrátt fyrir að hann sé á sínu fyrsta ári. Neymar auglýsir hæfileika sína í næstum því hverjum leik en færri taka kannski eftir frammistöðu Samuel Umtiti sem virðist þó hafa mikil áhrif á gengi liðsins. Bæði mörkin sem Barcelona fékk á sig í tapinu á móti Deportivo La Coruna komu eftir föst leikatriði og þar hefði Samuel Umtiti getað bjargað miklu. Barcelona keypti hinn 23 ára gamla Samuel Umtiti í sumar fyrir 25 milljón evrur frá Olympique Lyonnais. Tölfræði Barcelona með og án Samuel Umtiti í spænsku deildinni í vetur er hreinlega sláandi. Liðið hefur unnið alla sextán leikina með hann innanborðs en aðeins tvo af ellefu án hans. En hver er ástæðan? Leikstíll Barcelona-liðsins hefur mikið um það að segja. Það er nefnilega ekki fyrir hver sem er að spila í Barcelona-vörninni enda þarf viðkomandi varnarmanni að líða einstaklega vel með boltann og geta spilað honum vel frá sér. Samuel Umtiti smellpassar þarna inn í Barca liðið því hann hjálpar liðinu að verjast í háloftunum um leið og hann er mjög öruggur með boltann. Umtiti hefur sýnd veikleikamerki eins og í 4-0 tapinu í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain og í 2-1 tapi á móti Athletic Bilbao í spænska bikarnum en það eru undantekningarnar. Frammistaða Samuel Umtiti á fyrsta ári og það að hann er aðeins 23 ára gamall bendir til þess að þarna sé á ferðinni framtíðarleiðtogi Barcelona-varnarinnar næstu árin. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Barcelona tapaði í spænsku deildinni um helgina og náði þar með ekki að fylgja eftir mögnuðum sigri sínum á Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku. Lionel Messi var með Barcelona í leiknum en liðið saknaði hinsvegar Brasilíumannsins Neymar og franska varnarmannsins Samuel Umtiti. Neymar átti stórleik á móti Paris Saint Germain og hefði örugglega getað búið eitthvað til í sókninni en tölfræðin sýnir þó að mikilvægi Samuel Umtiti í vörninni er kannski enn meira þrátt fyrir að hann sé á sínu fyrsta ári. Neymar auglýsir hæfileika sína í næstum því hverjum leik en færri taka kannski eftir frammistöðu Samuel Umtiti sem virðist þó hafa mikil áhrif á gengi liðsins. Bæði mörkin sem Barcelona fékk á sig í tapinu á móti Deportivo La Coruna komu eftir föst leikatriði og þar hefði Samuel Umtiti getað bjargað miklu. Barcelona keypti hinn 23 ára gamla Samuel Umtiti í sumar fyrir 25 milljón evrur frá Olympique Lyonnais. Tölfræði Barcelona með og án Samuel Umtiti í spænsku deildinni í vetur er hreinlega sláandi. Liðið hefur unnið alla sextán leikina með hann innanborðs en aðeins tvo af ellefu án hans. En hver er ástæðan? Leikstíll Barcelona-liðsins hefur mikið um það að segja. Það er nefnilega ekki fyrir hver sem er að spila í Barcelona-vörninni enda þarf viðkomandi varnarmanni að líða einstaklega vel með boltann og geta spilað honum vel frá sér. Samuel Umtiti smellpassar þarna inn í Barca liðið því hann hjálpar liðinu að verjast í háloftunum um leið og hann er mjög öruggur með boltann. Umtiti hefur sýnd veikleikamerki eins og í 4-0 tapinu í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain og í 2-1 tapi á móti Athletic Bilbao í spænska bikarnum en það eru undantekningarnar. Frammistaða Samuel Umtiti á fyrsta ári og það að hann er aðeins 23 ára gamall bendir til þess að þarna sé á ferðinni framtíðarleiðtogi Barcelona-varnarinnar næstu árin.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira