Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Andri Ólafsson skrifar 24. mars 2017 07:00 Karen E. Halldórsdóttir. vísir/anton brink „Ég er bara komin á þá skoðun í mörgum málum að friðhelgi og persónuhelgi verði bara stundum að víkja fyrir almannaheill, til að vernda þá sem minna mega sín. Við verðum bara að láta okkur hafa það,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, varaformaður bæjarráðs Kópavogs. Karen fékk lögmenn bæjarins til að kanna möguleika á því að hugmyndir hennar geti orðið að veruleika. Til dæmis hvort bærinn geti safnað upplýsingum um bólusetningar barna í bænum, hvort heimilt sé að deila upplýsingum um óbólusett börn og hvort bærinn geti hreinlega gert þá kröfu að leikskólabörn framvísi bólusetningarvottorði. Lögfræðingarnir segja að ekkert af þessu sé heimilt. Karen vill hins vegar að lögum verði breytt til þess að skólayfirvöld geti með einhverjum hætti brugðist við óbólusettum börnum. Og hún skorar á Alþingi að gera það. „Það er auðvitað bara alþjóðavæðing, fólksflutningar eru mjög algengir, hér er fólk að setjast að frá öllum heimshornum sem er ekkert endilega vel bólusett eins og við erum hér. Við erum bara óvarin og eigum að leyfa börnunum að njóta vafans finnst mér,“ segir Karen. Karen segir að þótt bólusettum börnum á leikskóla stafi ekki hætta af óbólusettum börnum, þá geti bólusett barn til dæmis borið með sér sjúkdóm heim til lítilla óbólusettra systkina og sett þau í smithættu. Upphafið að áhyggjum Karenar má rekja til veikinda dóttur Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur iðnaðarráðherra sem smitaðist sex vikna gömul af kíghósta. „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ sagði Þórdís á Facebook af því tilefni í desember. Aðspurð hvort Karen sé tilbúin að ganga enn lengra og gera hreinlega að skilyrði fyrir leikskólaplássi að börn hafi verið bólusett svarar hún: „Ég er tilbúin að skoða það.“ Þrír aðrir af sex fulltrúum sem sátu bæjarráðsfund í gær tóku undir bókun Karenar um að „hvetja Alþingi til að íhuga heimildir sveitarfélaga um upplýsingagjöf, á leikskólum og í skólum, vegna bólusetninga til þess að vernda hagsmuni heildarinnar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
„Ég er bara komin á þá skoðun í mörgum málum að friðhelgi og persónuhelgi verði bara stundum að víkja fyrir almannaheill, til að vernda þá sem minna mega sín. Við verðum bara að láta okkur hafa það,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, varaformaður bæjarráðs Kópavogs. Karen fékk lögmenn bæjarins til að kanna möguleika á því að hugmyndir hennar geti orðið að veruleika. Til dæmis hvort bærinn geti safnað upplýsingum um bólusetningar barna í bænum, hvort heimilt sé að deila upplýsingum um óbólusett börn og hvort bærinn geti hreinlega gert þá kröfu að leikskólabörn framvísi bólusetningarvottorði. Lögfræðingarnir segja að ekkert af þessu sé heimilt. Karen vill hins vegar að lögum verði breytt til þess að skólayfirvöld geti með einhverjum hætti brugðist við óbólusettum börnum. Og hún skorar á Alþingi að gera það. „Það er auðvitað bara alþjóðavæðing, fólksflutningar eru mjög algengir, hér er fólk að setjast að frá öllum heimshornum sem er ekkert endilega vel bólusett eins og við erum hér. Við erum bara óvarin og eigum að leyfa börnunum að njóta vafans finnst mér,“ segir Karen. Karen segir að þótt bólusettum börnum á leikskóla stafi ekki hætta af óbólusettum börnum, þá geti bólusett barn til dæmis borið með sér sjúkdóm heim til lítilla óbólusettra systkina og sett þau í smithættu. Upphafið að áhyggjum Karenar má rekja til veikinda dóttur Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur iðnaðarráðherra sem smitaðist sex vikna gömul af kíghósta. „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ sagði Þórdís á Facebook af því tilefni í desember. Aðspurð hvort Karen sé tilbúin að ganga enn lengra og gera hreinlega að skilyrði fyrir leikskólaplássi að börn hafi verið bólusett svarar hún: „Ég er tilbúin að skoða það.“ Þrír aðrir af sex fulltrúum sem sátu bæjarráðsfund í gær tóku undir bókun Karenar um að „hvetja Alþingi til að íhuga heimildir sveitarfélaga um upplýsingagjöf, á leikskólum og í skólum, vegna bólusetninga til þess að vernda hagsmuni heildarinnar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira