Erlent

Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte

Atli Ísleifsson skrifar
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Vísir/AFP
Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem Rodrigo Duterte forseti landsins er sakaður um stríðsglæpi.

Guardian greinir frá þessu en þetta er í fyrsta sinn sem slík kvörtun vegna Duterte berst dómstólnum svo vitað sé en lögfræðingurinn, Jude Sabio, segir að um þrjátíu ára skeið hafi Duterte fyrirskipað aftökur án dóms og laga, fyrst sem borgarstjóri í borginni Davao og síðar sem forseti.

Allt í allt hafi tæplega tíu þúsund manns látið lífið fyrir hans tilstilli.


Tengdar fréttir

Vara við hatursorðræðu

Í nýútkominni ársskýrslu Amnesty International er árið 2016 sagt hafa einkennst af hatursáróðri og pólitísku eiturbrasi sem grafi undan mannréttindum.

Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×