Erlent

Duterte boðið í Hvíta húsið

Kjartan Kjartansson skrifar
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. V'isir/EPA
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðið Rodrigo Duterte, umdeildum forseta Filippseyja, í Hvíta húsið. Leiðtogarnir ræddu saman í síma í gær en ekki hefur verið ákveðið hvenær Duterte heimsækir Bandaríkin.

Reuters-fréttastofan segir að Trump og Duterte hafi meðal annars rætt um málefni Norður-Kóreu í símtali sínu í gær. Hefur hún eftir embættismönnum Hvíta hússins að Trump hlakki til heimsóknar sinnar til Filippseyja sem áformuð er í nóvember.

Þrátt fyrir að Duterte sé vinsæll í heimalandinu hefur hann sætt gagnrýni alþjóðasamfélagsins, ekki síst vegna herferðar sinnar gegn glæpum. Þúsundir meintra glæpamanna hafa verið drepnir af lögreglu frá því að Duterte tók við embætti í fyrra.

Þegar Barack Obama, forveri Trump í embætti Bandaríkjaforseta, gagnrýndi mannréttindabrot Duterte í fyrra kallaði filippseyski forsetinn hann „tíkarson“.


Tengdar fréttir

Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×