Enski boltinn

Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon hefur heillað með liði og landi undanfarin misseri en fékk eiginlega ekkert að spila seinni hluta tímabilsins hjá Bristol City.
Hörður Björgvin Magnússon hefur heillað með liði og landi undanfarin misseri en fékk eiginlega ekkert að spila seinni hluta tímabilsins hjá Bristol City. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, er líklega á leið frá Bristol City í ensku B-deildinni en áhugi á honum er mikill þrátt fyrir lítinn spiltíma seinni hluta tímabilsins, samkvæmt heimildum Vísis.

Hörður gekk í raðir Bristol fyrir síðustu leiktíð og byrjaði frábærlega en hann byrjaði fyrstu 24 leiki liðsins í B-deildinni. Hann fékk svo aðeins að spreyta sig í fjórum af næstu 22 leikjum og var meira og minna ónotaður varamaður og stundum ekki í leikmannahópnum.

Þessi 24 ára gamli varnarmaður sem hefur fengið leiki með íslenska landsliðinu undanfarna mánuði er eftirsóttur á Englandi, í Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og á Spáni, samkvæmt heimildum Vísis.

Óvíst er hvort Hörður fer á láni eða skiptir alfarið um félag en mikilvægt er fyrir varnarmanninn að spila reglulega á þessum tímapunkti á ferlinum.

Hörður Björgvin skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í vináttuleik á móti Írlandi í mars sem má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×