Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2017 14:08 Þórunn Antonía skorar á þá sem vilja setja út á herferð hennar að koma fram með betri hugmynd. Hún segist herferðina ekki bara snúast um konur sem fórnarlömb og hefur fengið ýmsa flotta karlmenn til að brýna fyrir fólki að láta af þessu óeðli sem nauðgun er. „Ég var búin að brynja mig fyrir þessu,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið sett fram fremur harkaleg gagnrýni á herferð hennar, hvar sjálfur forseti Íslands er verndari, gegn nauðgurum. Herferðin gengur út á að vekja athygli á þeirri aðferð nauðgara sem fara um og byrla ólyfjan í glös þeirra sem eru úti á lífinu. Meðal þeirra sem láta herferðina fara í taugarnar á sér eru ýmsir þekktir femínistar. Gagnrýnin gengur einkum út á það að verið sé að koma ábyrgð yfir á fórnarlambið. Því hafnar Þórunn Antonía. „Ég get ekki galdrað burt allar illar kenndir sem fólk hefur. Þarna er ég að reyna að vekja máls á vanda sem er til og reyna að finna einhverja lausn á því. Ef ég get bjargað einni manneskju með þessu þá er þetta strax orðið þess virði,“ segir Þórunn Antonía í samtali við Vísi.Enginn að varpa ábyrgð yfir á fórnarlambiðHún bendir á, sem henni sýnist vera mikill misskilningur, að herferðin sé ekki bara hugsuð með konur í hlutverki fórnarlambs. „Þetta er hugsað til að auka öryggiskennd bæði karla og kvenna. Það eru ekki bara stelpur sem verða fyrir kynferðisofbeldi. Það er rangt. Með þessu erum við að dreifa athyglinni, vekja leigubílsstjóra, dyraverði, barþjóna til vitundar um þetta mein; fá flotta einstaklinga sem segja það sé bannað að nauðga. Rangt að beina þessu yfir á að það séu bara konur sem eru fórnarlömbin.“ Herferðin gengur út á að fólk fær miða sem það getur sett yfir glas sitt. „Maður notar hjálma, bílbelti, smokka ... af hverju er það svo slæm hugmynd að geta lokað glasi sínu þegar til er fólk sem byrlar? Þetta er bara jákvætt og gott hugsað til að fólk geti skemmt sér betur og fundist það vera öruggara. Ef fólk er með betri hugmynd skal ég glöð fá forsetann og fleira fólk með okkur í það. Þetta er ekki lausn á vandanum, ég veit það en þetta er örugglega eitthvað sem vekur fólk til umhugsunar. Það er enginn að varpa ábyrgð á fórnarlambið heldur gefa fólki kost á að verja sig.“Sameinumst gegn þessu meiniÞórunn Antonía segist ekki hafa svör við því hvaða kenndir það eru sem fá fólk til að vilja nauðga. En, ef fólki líður betur með að geta lokað glasi sínu þegar vitað er að á sveimi eru slíkir einstaklingar, þá hljóti það að teljast jákvætt í sjálfu sér. Hún er ekki tilbúin til að fullyrða að sá hópur sem rís upp öndverður gegn framtakinu telji sig hafa einkarétt á málaflokknum. Og hún segist vilja vera opin fyrir gagnrýni. „En, ég vil þá sjá betri hugmyndir frá þeim. Og endilega hendum því í gang. Ég vil að það sé rætt um þessi mál og ef umræðurnar verða til þess að fram komi betri hugmyndir þá er það gott. Ég er að reyna að nýta hugmyndir mínar til góðs, varpa ljósi á skuggahliðar mannlífsins. Kæru þið sem eruð á móti þessari herferð; sameinumst gegn þessu meini. Hafa fókusinn á... gagnrýnisraddir, þetta er ekki bara fyrir konur. Það er ekki þannig. Við erum að reyna að passa uppá alla og hvað er svona slæmt við að vekja athygli á þessu?“ Tengdar fréttir Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Gagnrýna átak gegn nauðgurum sem forseti Íslands verndar Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
„Ég var búin að brynja mig fyrir þessu,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið sett fram fremur harkaleg gagnrýni á herferð hennar, hvar sjálfur forseti Íslands er verndari, gegn nauðgurum. Herferðin gengur út á að vekja athygli á þeirri aðferð nauðgara sem fara um og byrla ólyfjan í glös þeirra sem eru úti á lífinu. Meðal þeirra sem láta herferðina fara í taugarnar á sér eru ýmsir þekktir femínistar. Gagnrýnin gengur einkum út á það að verið sé að koma ábyrgð yfir á fórnarlambið. Því hafnar Þórunn Antonía. „Ég get ekki galdrað burt allar illar kenndir sem fólk hefur. Þarna er ég að reyna að vekja máls á vanda sem er til og reyna að finna einhverja lausn á því. Ef ég get bjargað einni manneskju með þessu þá er þetta strax orðið þess virði,“ segir Þórunn Antonía í samtali við Vísi.Enginn að varpa ábyrgð yfir á fórnarlambiðHún bendir á, sem henni sýnist vera mikill misskilningur, að herferðin sé ekki bara hugsuð með konur í hlutverki fórnarlambs. „Þetta er hugsað til að auka öryggiskennd bæði karla og kvenna. Það eru ekki bara stelpur sem verða fyrir kynferðisofbeldi. Það er rangt. Með þessu erum við að dreifa athyglinni, vekja leigubílsstjóra, dyraverði, barþjóna til vitundar um þetta mein; fá flotta einstaklinga sem segja það sé bannað að nauðga. Rangt að beina þessu yfir á að það séu bara konur sem eru fórnarlömbin.“ Herferðin gengur út á að fólk fær miða sem það getur sett yfir glas sitt. „Maður notar hjálma, bílbelti, smokka ... af hverju er það svo slæm hugmynd að geta lokað glasi sínu þegar til er fólk sem byrlar? Þetta er bara jákvætt og gott hugsað til að fólk geti skemmt sér betur og fundist það vera öruggara. Ef fólk er með betri hugmynd skal ég glöð fá forsetann og fleira fólk með okkur í það. Þetta er ekki lausn á vandanum, ég veit það en þetta er örugglega eitthvað sem vekur fólk til umhugsunar. Það er enginn að varpa ábyrgð á fórnarlambið heldur gefa fólki kost á að verja sig.“Sameinumst gegn þessu meiniÞórunn Antonía segist ekki hafa svör við því hvaða kenndir það eru sem fá fólk til að vilja nauðga. En, ef fólki líður betur með að geta lokað glasi sínu þegar vitað er að á sveimi eru slíkir einstaklingar, þá hljóti það að teljast jákvætt í sjálfu sér. Hún er ekki tilbúin til að fullyrða að sá hópur sem rís upp öndverður gegn framtakinu telji sig hafa einkarétt á málaflokknum. Og hún segist vilja vera opin fyrir gagnrýni. „En, ég vil þá sjá betri hugmyndir frá þeim. Og endilega hendum því í gang. Ég vil að það sé rætt um þessi mál og ef umræðurnar verða til þess að fram komi betri hugmyndir þá er það gott. Ég er að reyna að nýta hugmyndir mínar til góðs, varpa ljósi á skuggahliðar mannlífsins. Kæru þið sem eruð á móti þessari herferð; sameinumst gegn þessu meini. Hafa fókusinn á... gagnrýnisraddir, þetta er ekki bara fyrir konur. Það er ekki þannig. Við erum að reyna að passa uppá alla og hvað er svona slæmt við að vekja athygli á þessu?“
Tengdar fréttir Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Gagnrýna átak gegn nauðgurum sem forseti Íslands verndar Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00
Gagnrýna átak gegn nauðgurum sem forseti Íslands verndar Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15