Mestu gatnaframkvæmdir sögunnar í borginni í sumar Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2017 20:00 Einar mestu gatnaframkvæmdir í Reykjavík frá því fyrir hrun fara fram í borginni í sumar með tilheyrandi röskun á umferð, Olíudreifingarfyrirtækjum er létt að ekki stendur til að loka hluta Geirsgötu sem hefði gert dreifingu frá Örfirisey mun erfiðari en nú er. Fréttir höfðu verið sagðar af því að hjáleið við Geirsgötu yrði lokað eftir nokkrar vikur. En það er ekki rétt. Hún verður opin alveg að mánaðamótunum Júní, júlí en þá verður lokið við að leggja Geirsgötuna beina leið að Lækjargötu yfir nýjan bílakjallara við Hafnartorgið. Bílakjallarinn á ná alla leið þaðan að bílakjallaranum í Hörpu. En nú á næstu dögum hefjast framkvæmdir í holunni fyrir framan hana þar sem Ístak mun steypa upp nýtt Marriott hótel og fyrir framan það reisa aðrir verktakar íbúðablokkir með þjónusturýmum á jarðhæð. Herði Gunnarssyni framkvæmdastjóra Olíudreifingar er létt að Geirsgötu verður ekki lokað um tíma þannig að beina hefði þurft fjölda eldsneytisflutningabíla á Hringbrautina. „Þar eru þrengsli. Hún er með nokkrum hringtorgum sem við sækjumst ekki eftir að vera í með svona stór tæki. Við sækjumst ekki eftir því. Eins og ég segi þá veljum við að fara Sæbrautina einmitt út frá öryggissjónarmiðum ekki síst. Vegna þess að þar er vítt til beggj handa ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Hörður. En við Miklubraut standa yfir miklar framkvæmdir. Þorsteinn Rúnar Hermannsson segir að þar sé verið að framlengja sér akreinar fyrir Strætó og leggja nýja göngu -og hjólastíga ásamt hávaðavörnum. „Þessum tímabundnu þrengingum sem eru hér á að vera lokið að fullu í ágúst. Við byrjum á að þrengja í vesturátt til að hafa vinnufrið þar. Svo verður þrengt í austurátt þegar fram er komið í júni,“ segir Þorsteinn Rúnar. Þá má búast við röskun á umferð víðar í borginni í sumar vegna gatnaframkvæmda. „Það er eitt stærsta framkvæmdaár sögunnar held ég að hægt sé að að segja í borginni. Það er verið að fara að leggja meira malbik en nokkurn tíma fyrr á götur borgarinnar. Þannig að það má alveg búast við að þetta verði tafsamt sumar hvað þetta varðar. En þetta er fylgifiskur þess að við erum að framkvæma mikið, við erum í flóknum verkefnum,“ segir Þorsteinn Rúnar Hermannsson. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Einar mestu gatnaframkvæmdir í Reykjavík frá því fyrir hrun fara fram í borginni í sumar með tilheyrandi röskun á umferð, Olíudreifingarfyrirtækjum er létt að ekki stendur til að loka hluta Geirsgötu sem hefði gert dreifingu frá Örfirisey mun erfiðari en nú er. Fréttir höfðu verið sagðar af því að hjáleið við Geirsgötu yrði lokað eftir nokkrar vikur. En það er ekki rétt. Hún verður opin alveg að mánaðamótunum Júní, júlí en þá verður lokið við að leggja Geirsgötuna beina leið að Lækjargötu yfir nýjan bílakjallara við Hafnartorgið. Bílakjallarinn á ná alla leið þaðan að bílakjallaranum í Hörpu. En nú á næstu dögum hefjast framkvæmdir í holunni fyrir framan hana þar sem Ístak mun steypa upp nýtt Marriott hótel og fyrir framan það reisa aðrir verktakar íbúðablokkir með þjónusturýmum á jarðhæð. Herði Gunnarssyni framkvæmdastjóra Olíudreifingar er létt að Geirsgötu verður ekki lokað um tíma þannig að beina hefði þurft fjölda eldsneytisflutningabíla á Hringbrautina. „Þar eru þrengsli. Hún er með nokkrum hringtorgum sem við sækjumst ekki eftir að vera í með svona stór tæki. Við sækjumst ekki eftir því. Eins og ég segi þá veljum við að fara Sæbrautina einmitt út frá öryggissjónarmiðum ekki síst. Vegna þess að þar er vítt til beggj handa ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Hörður. En við Miklubraut standa yfir miklar framkvæmdir. Þorsteinn Rúnar Hermannsson segir að þar sé verið að framlengja sér akreinar fyrir Strætó og leggja nýja göngu -og hjólastíga ásamt hávaðavörnum. „Þessum tímabundnu þrengingum sem eru hér á að vera lokið að fullu í ágúst. Við byrjum á að þrengja í vesturátt til að hafa vinnufrið þar. Svo verður þrengt í austurátt þegar fram er komið í júni,“ segir Þorsteinn Rúnar. Þá má búast við röskun á umferð víðar í borginni í sumar vegna gatnaframkvæmda. „Það er eitt stærsta framkvæmdaár sögunnar held ég að hægt sé að að segja í borginni. Það er verið að fara að leggja meira malbik en nokkurn tíma fyrr á götur borgarinnar. Þannig að það má alveg búast við að þetta verði tafsamt sumar hvað þetta varðar. En þetta er fylgifiskur þess að við erum að framkvæma mikið, við erum í flóknum verkefnum,“ segir Þorsteinn Rúnar Hermannsson.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira