Sagði í gríni að hver hermaður mætti nauðga þremur konum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 22:27 Rodrigo Duterte tók við embætti forseta Filippseyja síðasta sumar. Vísir/AFP Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að grínast með nauðganir í ræðu sem hann hélt á dögunum fyrir hermenn í filippeyska hernum. Herlög ríkja nú á eyjunni Mindanao. BBC greinir frá. Í ræðu sinni sagði Duterte að hver hermaður mætti nauðga allt að þremur konum. Þetta er í annað skipti sem forsetinn hefur legið undir ámæli fyrir að grínast með nauðganir. Árið 1989 var áströlskum trúboða nauðgað í bæ þar sem hann var bæjarstjóri og sagði hann að hann hefði í krafti embættis síns átt að fá að vera „fyrstur í röðinni.“ Á herfundinum lét hann þessi ummæli falla:Ég skal fara í fangelsi fyrir ykkur. Ef þið nauðgið þremur konum þá skal ég segja að ég hafi gert það. Mannréttindasamtök víða um heim hafa harðlega gagnrýnt ummælin en Phelim Kine frá Human Rights Watch segir að ummæli forsetans séu „ógeðsleg tilraun til húmors“ og gefi hermönnum þau skilaboð að þeir megi brjóta á mannréttindum almennra borgara þegar herlög eru í gildi. „Ummæli Duterte staðfesta einungis okkar versta ótta sem er sá að ríkisstjórn hans muni ekki einungis líta undan þegar um mannréttindabrot líkt og nauðganir er um að ræða í Mindanao heldur styðja þau.“ Duterte tók við embætti síðasta sumar og hefur allt frá upphafi vakið mikla athygli og þá sérstaklega fyrir stefnu sína í fíkniefnamálum. Hann styður til að mynda svokallaðar „hreinsanir“ þar sem lögreglu eru gefin heimild til þess að taka af lífi þá sem selja fíkniefni án dóms og laga. Tengdar fréttir Herlög forseta Filippseyja verða svipuð og í tíð Marcos Íslamskir vígamenn hafa valdið gífurlegum usla í Marawi-borg á eynni Mindanao á Filippseyjum undanfarna daga. Lagður hefur verið eldur að opinberum byggingum og kirkjugestir verið teknir í gíslingu. Forsetinn brást við með því að lýsa 25. maí 2017 07:00 Duterte hótar neyðarlögum um allar Filippseyjar Neyðarlögum hefur þegar verið lýst yfir í þriðjungi ríkisins vegna árása vígamanna. 24. maí 2017 12:08 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að grínast með nauðganir í ræðu sem hann hélt á dögunum fyrir hermenn í filippeyska hernum. Herlög ríkja nú á eyjunni Mindanao. BBC greinir frá. Í ræðu sinni sagði Duterte að hver hermaður mætti nauðga allt að þremur konum. Þetta er í annað skipti sem forsetinn hefur legið undir ámæli fyrir að grínast með nauðganir. Árið 1989 var áströlskum trúboða nauðgað í bæ þar sem hann var bæjarstjóri og sagði hann að hann hefði í krafti embættis síns átt að fá að vera „fyrstur í röðinni.“ Á herfundinum lét hann þessi ummæli falla:Ég skal fara í fangelsi fyrir ykkur. Ef þið nauðgið þremur konum þá skal ég segja að ég hafi gert það. Mannréttindasamtök víða um heim hafa harðlega gagnrýnt ummælin en Phelim Kine frá Human Rights Watch segir að ummæli forsetans séu „ógeðsleg tilraun til húmors“ og gefi hermönnum þau skilaboð að þeir megi brjóta á mannréttindum almennra borgara þegar herlög eru í gildi. „Ummæli Duterte staðfesta einungis okkar versta ótta sem er sá að ríkisstjórn hans muni ekki einungis líta undan þegar um mannréttindabrot líkt og nauðganir er um að ræða í Mindanao heldur styðja þau.“ Duterte tók við embætti síðasta sumar og hefur allt frá upphafi vakið mikla athygli og þá sérstaklega fyrir stefnu sína í fíkniefnamálum. Hann styður til að mynda svokallaðar „hreinsanir“ þar sem lögreglu eru gefin heimild til þess að taka af lífi þá sem selja fíkniefni án dóms og laga.
Tengdar fréttir Herlög forseta Filippseyja verða svipuð og í tíð Marcos Íslamskir vígamenn hafa valdið gífurlegum usla í Marawi-borg á eynni Mindanao á Filippseyjum undanfarna daga. Lagður hefur verið eldur að opinberum byggingum og kirkjugestir verið teknir í gíslingu. Forsetinn brást við með því að lýsa 25. maí 2017 07:00 Duterte hótar neyðarlögum um allar Filippseyjar Neyðarlögum hefur þegar verið lýst yfir í þriðjungi ríkisins vegna árása vígamanna. 24. maí 2017 12:08 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Herlög forseta Filippseyja verða svipuð og í tíð Marcos Íslamskir vígamenn hafa valdið gífurlegum usla í Marawi-borg á eynni Mindanao á Filippseyjum undanfarna daga. Lagður hefur verið eldur að opinberum byggingum og kirkjugestir verið teknir í gíslingu. Forsetinn brást við með því að lýsa 25. maí 2017 07:00
Duterte hótar neyðarlögum um allar Filippseyjar Neyðarlögum hefur þegar verið lýst yfir í þriðjungi ríkisins vegna árása vígamanna. 24. maí 2017 12:08