Innlent

Þjóðaröryggisráð kemur saman í fyrsta sinn í dag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bjarni Benediktsson er formaður ráðsins.
Bjarni Benediktsson er formaður ráðsins. vísir/ernir
Þjóðaröryggisráð kemur saman í fyrsta sinn í dag. Fundurinn stendur frá ellefu til tólf í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Frumvarp um þjóðaröryggisráð varð að lögum síðasta haust en ráðið á sjá um þjóðaröryggisstefnu Íslands og framkvæmd hennar. Þá er ráðið einnig samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál

Í ráðinu sitja forsætisráðherra, utanríkisráðherra og ráðuneytisstjórar þessara ráðuneyta. Þá sitja einnig ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og fulltrúi Landsbjargar í ráðinu auk tveggja þingmanna, einn frá meirihluta og einn frá minnihluta.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er formaður ráðsins en forsætisráðherra hverju sinni gegnir formennsku.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×