Fótbolti

Forskot Rosenborg að gufa upp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matthías lék allan leikinn fyrir Rosenborg í dag.
Matthías lék allan leikinn fyrir Rosenborg í dag. vísir/getty
Matthías Vilhjálmsson og félagar í Rosenborg eru aðeins með eins stigs forskot á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir leiki dagsins.

Rosenborg gerði 1-1 jafntefli við Lilleström á meðan Brann vann 2-3 útisigur á Sogndal.

Brann er nú einungis einu stigi á eftir Rosenborg sem hefur aðeins fengið tvö stig út úr síðustu þremur leikjum sínum.

Matthías var í byrjunarliði Rosenborg og lék allan leikinn. Norsku meistararnir komust yfir á 59. mínútu með marki Nicklas Bendtner en hinn síungi Frode Kippe jafnaði metin fyrir Lilleström níu mínútum fyrir leikslok.

Viðar Ari Jónsson var ekki í leikmannahópi Brann í dag. Fjölnismaðurinn lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Brann í síðustu umferð og skoraði eitt marka liðsins í 5-0 sigri á Sandefjord.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×