27 fórust og yfir 100 særðust í tveimur hryðjuverkaárásum 31. maí 2017 09:00 Hermenn, viðbragðsaðilar og vegfarendur standa yfir braki bílsins sem brúkaður var við ísbúðina. NORDICPHOTOS/AFP ÍRAK Minnst 27 fórust og yfir hundrað særðust í tveimur sprengingum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst því yfir að samtökin beri ábyrgð á annarri árásinni en sú seinni er einnig brennd marki þeirra. Fyrri sprengjunni hafði verið komið fyrir í bíl sem lagt var við vinsæla verslunargötu í hverfi sjía-múslima. Flestir hinna látnu voru viðskiptavinir ísbúðar sem höfðu í hyggju að gera vel við sig og kæla sig niður. Ramadan, föstumánuður múslima, er nýgenginn í garð og gera hinir fastandi oft vel við sig eftir að sólin er sest. Minnst sextán létust, þar af nokkur börn, og tæplega 80 særðust. „Fjölskyldur höfðu farið út til að gera vel við sig að föstu lokinni. Sprengjan sprakk skömmu eftir miðnætti, á heitum degi, við vinsæla götu. Þetta miðaði allt að því marki að skaða sem flesta,“ segir Hayder al-Khoei, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, við Al-Jazeera. Sú síðari var einnig bílsprengja en hún sprakk skammt frá brú yfir Tígris í Al-Shahada hverfinu. Ellefu létust og yfir fjörutíu særðust. Hinir látnu voru flestir í biðröð eftir afgreiðslu hjá tryggingastofnun í borginni. Mikil skelfing braust út í hverfinu eftir árásina enda Karrada-árásin í júlí á síðasta ári, þar sem rúmlega 300 manns fórust og 240 særðust, fólki í fersku minni. Sú árás átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu sem var full af fólki að versla á ramadan. Óttuðust margir frekari árásir núna. Meirihluti Íraka, tæplega tveir af hverjum þremur, eru sjía-múslimar. Þrjátíu prósent eru súnní-múslimar. Liðsmenn ISIS aðhyllast, að minnsta kosti að nafninu til, súnní-íslam og álíta sjía-múslima vera villutrúarmenn og heiðingja. Flestar árásir þeirra beinast því að sjía-múslimum. Árásirnar nú telja menn að séu hefndaraðgerð eftir að íraski herinn hóf að hrekja ISIS á brott úr Mósúl. Samtökin náðu borginni á sitt vald um mitt ár 2014. Bardagar hafa geisað í borginni nú í átta mánuði en yfirmenn í íraska hernum hafa lýst því yfir að með því verði ISIS á bak og burt úr landinu. Vígamenn samtakanna hafa hins vegar svarað með því að setja aukið púður í hryðjuverk sín í landinu. johannoli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
ÍRAK Minnst 27 fórust og yfir hundrað særðust í tveimur sprengingum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst því yfir að samtökin beri ábyrgð á annarri árásinni en sú seinni er einnig brennd marki þeirra. Fyrri sprengjunni hafði verið komið fyrir í bíl sem lagt var við vinsæla verslunargötu í hverfi sjía-múslima. Flestir hinna látnu voru viðskiptavinir ísbúðar sem höfðu í hyggju að gera vel við sig og kæla sig niður. Ramadan, föstumánuður múslima, er nýgenginn í garð og gera hinir fastandi oft vel við sig eftir að sólin er sest. Minnst sextán létust, þar af nokkur börn, og tæplega 80 særðust. „Fjölskyldur höfðu farið út til að gera vel við sig að föstu lokinni. Sprengjan sprakk skömmu eftir miðnætti, á heitum degi, við vinsæla götu. Þetta miðaði allt að því marki að skaða sem flesta,“ segir Hayder al-Khoei, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, við Al-Jazeera. Sú síðari var einnig bílsprengja en hún sprakk skammt frá brú yfir Tígris í Al-Shahada hverfinu. Ellefu létust og yfir fjörutíu særðust. Hinir látnu voru flestir í biðröð eftir afgreiðslu hjá tryggingastofnun í borginni. Mikil skelfing braust út í hverfinu eftir árásina enda Karrada-árásin í júlí á síðasta ári, þar sem rúmlega 300 manns fórust og 240 særðust, fólki í fersku minni. Sú árás átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu sem var full af fólki að versla á ramadan. Óttuðust margir frekari árásir núna. Meirihluti Íraka, tæplega tveir af hverjum þremur, eru sjía-múslimar. Þrjátíu prósent eru súnní-múslimar. Liðsmenn ISIS aðhyllast, að minnsta kosti að nafninu til, súnní-íslam og álíta sjía-múslima vera villutrúarmenn og heiðingja. Flestar árásir þeirra beinast því að sjía-múslimum. Árásirnar nú telja menn að séu hefndaraðgerð eftir að íraski herinn hóf að hrekja ISIS á brott úr Mósúl. Samtökin náðu borginni á sitt vald um mitt ár 2014. Bardagar hafa geisað í borginni nú í átta mánuði en yfirmenn í íraska hernum hafa lýst því yfir að með því verði ISIS á bak og burt úr landinu. Vígamenn samtakanna hafa hins vegar svarað með því að setja aukið púður í hryðjuverk sín í landinu. johannoli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira