Tiger var sofandi í bílnum en ekki fullur Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2017 15:15 Tiger Woods var ekki fullur en samt í smá basli. vísir/getty Tiger Woods, frægasti kylfingur heims, var ekki undir áhrifum áfengis þegar lögreglan handtók hann í fyrradag eins og haldið var. Tiger sagði því satt í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær. Í henni sagði Tiger að hann hefði verið undir samverkandi áhrifum nokkurra lyfseðilsskyldra lyfja en hann er að jafna sig eftir enn eina bakaðgerðina. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi blanda af lyfjum hefðu haft svona mikil áhrif á mig,“ sagði Tiger. Þessar nýjustu upplýsingar koma fram í lögregluskýrslunni sem fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa nú undir höndum. Í henni kemur fram að Tiger var sofandi í Mercedes-bifreið sinni þegar lögreglan kom að honum og þá féll hann harkalega á áfengisprófinu. Hann var þvoglumæltur með eindæmum og gat ekki staðið í lappirnar. Hann var undir miklum áhrifum verkjalyfja en skoraði 0,00 þegar hann blés í áfengismælinn sem sannaði að hann var ekki fullur undir stýri eins og haldið var í fyrstu. Þrátt fyrir að þetta mál sé að reddast hjá Tiger má hann muna fífil sinn fegurri. Þessi sigurvegari fjórtán stórmóta er kominn niður í 876. sæti heimslistans og er fyrir neðan Íslendinginn Harald Franklín Magnús eins og greint var frá fyrr í dag.Tiger Woods was found asleep and had to be woken up, according to police. He scored a .000 on two breathalyzer tests https://t.co/sKwA4E1p7C pic.twitter.com/C00a7ctPoE— Sports Illustrated (@SInow) May 30, 2017 Golf Tengdar fréttir Komst upp fyrir Tiger á heimslistanum: Þessu verður fagnað Haraldur Franklín Magnús sló á létta strengi á Facebook-síðu sinni. 30. maí 2017 10:00 Tiger segist ekki hafa verið undir áhrifum áfengis Kylfingurinn hefur tjáð sig eftir að hann var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum vímugjafa í gær. 30. maí 2017 08:02 Tiger gripinn ölvaður undir stýri Vandræðunum í lífi Tiger Woods virðist ekki vera lokið en hann var handtekinn í nótt. Hann var þá ölvaður undir stýri. 29. maí 2017 15:44 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods, frægasti kylfingur heims, var ekki undir áhrifum áfengis þegar lögreglan handtók hann í fyrradag eins og haldið var. Tiger sagði því satt í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær. Í henni sagði Tiger að hann hefði verið undir samverkandi áhrifum nokkurra lyfseðilsskyldra lyfja en hann er að jafna sig eftir enn eina bakaðgerðina. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi blanda af lyfjum hefðu haft svona mikil áhrif á mig,“ sagði Tiger. Þessar nýjustu upplýsingar koma fram í lögregluskýrslunni sem fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa nú undir höndum. Í henni kemur fram að Tiger var sofandi í Mercedes-bifreið sinni þegar lögreglan kom að honum og þá féll hann harkalega á áfengisprófinu. Hann var þvoglumæltur með eindæmum og gat ekki staðið í lappirnar. Hann var undir miklum áhrifum verkjalyfja en skoraði 0,00 þegar hann blés í áfengismælinn sem sannaði að hann var ekki fullur undir stýri eins og haldið var í fyrstu. Þrátt fyrir að þetta mál sé að reddast hjá Tiger má hann muna fífil sinn fegurri. Þessi sigurvegari fjórtán stórmóta er kominn niður í 876. sæti heimslistans og er fyrir neðan Íslendinginn Harald Franklín Magnús eins og greint var frá fyrr í dag.Tiger Woods was found asleep and had to be woken up, according to police. He scored a .000 on two breathalyzer tests https://t.co/sKwA4E1p7C pic.twitter.com/C00a7ctPoE— Sports Illustrated (@SInow) May 30, 2017
Golf Tengdar fréttir Komst upp fyrir Tiger á heimslistanum: Þessu verður fagnað Haraldur Franklín Magnús sló á létta strengi á Facebook-síðu sinni. 30. maí 2017 10:00 Tiger segist ekki hafa verið undir áhrifum áfengis Kylfingurinn hefur tjáð sig eftir að hann var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum vímugjafa í gær. 30. maí 2017 08:02 Tiger gripinn ölvaður undir stýri Vandræðunum í lífi Tiger Woods virðist ekki vera lokið en hann var handtekinn í nótt. Hann var þá ölvaður undir stýri. 29. maí 2017 15:44 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Komst upp fyrir Tiger á heimslistanum: Þessu verður fagnað Haraldur Franklín Magnús sló á létta strengi á Facebook-síðu sinni. 30. maí 2017 10:00
Tiger segist ekki hafa verið undir áhrifum áfengis Kylfingurinn hefur tjáð sig eftir að hann var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum vímugjafa í gær. 30. maí 2017 08:02
Tiger gripinn ölvaður undir stýri Vandræðunum í lífi Tiger Woods virðist ekki vera lokið en hann var handtekinn í nótt. Hann var þá ölvaður undir stýri. 29. maí 2017 15:44