Erlent

Spánverjar í herferð gegn gleiðum körlum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Farþegar í strætó í Madrid.
Farþegar í strætó í Madrid. Vísir/getty
Samgönguyfirvöld í Madrid standa fyrir vitundarvakningu um „manspreading“. Það er hugtak sem lýsir líkamsstöðu karla sem breiða úr sér í almenningssamgöngum með þeim afleiðingum að þrengt er að fólki í næsta sæti og/eða komið er í veg fyrir að nokkur setjist við hlið þeirra.

Búið er að koma fyrir skiltum í almenningssamgöngukerfum Madridarbúa. Skiltið sýnir rauðleitan karl sem situr í svo gleiðri stöðu að fætur hans yfirtaka sætið við hliðina á og þá er einnig merkjanlegt „x“ á myndinni, sem gefur til kynna að svona hegðun sé ekki liðin.

Skiltið sem blasir við fólki í spænsku höfuðborginni þessa dagana.
Markmiðið með skiltunum er að minna fólk á að virða pláss allra farþega. Samgönguyfirvöld, sem standa að framtakinu, binda vonir til þess að framtakið hafi fælingarmátt fyrir þá sem hyggjast taka of mikið pláss í framtíðinni.

Framtakið er unnið í samstarfi við jafnréttisdeild Borgarráðs Madridarborgar og kvennasamtökin Microrrelatos Feministas sem höfðu hrundið af stað undirskiftarsöfnun þess efnis að spornað yrði gegn samfélagslegu vánni „manspreading“. Meira en 11.500 manns undirrituðu skjalið að því er fram kemur í Guardian.

Fjölmargir hafa í gengum tíðina birt myndir á Twitter undir merkinu #manspreading og má sjá dæmi um slíkt hér að neðan sem lýsa ágætlega því sem barist er gegn.


Tengdar fréttir

Ögruðu gleiðu körlunum í lestunum í London

Mæðgurnar Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, og Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, gerðu smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfi London þegar þær voru í borginni á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×