„Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2017 07:39 Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, þegar atkvæði voru talin í kjördæmi hennar í gær. vísir/getty Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Fjölmiðlar í Bretlandi tala um „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. Boðað var til kosninganna með stuttum fyrirvara en May vonaðist til að þær myndu styrkja stöðu hennar sem forsætisráðherra og færa henni aukið umboð til að leiða þjóðina í Brexit-viðræðunum sem framundan eru.Slæm frammistaða í kosningabaráttunni komið íhaldsmönnum í koll Í upphafi kosningabaráttunnar leit út fyrir stórsigur May en slæm frammistaða í kosningabaráttunni virðist hafa komið íhaldsmönnum í koll. Nú þegar aðeins á eftir að telja atkvæði í örfáum kjördæmum má telja að staðan sé ljós. Samkvæmt nýjustu tölum Breska ríkisútvarpsins, BBC, er Íhaldsflokkurinn nú með 315 þingsæti en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn er með 261 þingsæti og sækir verulega í sig veðrið, bætir við sig hátt um þrjátíu þingsætum. Skoski þjóðarflokkurinn fær 35 þingmenn, Frjálslyndir demókratar með 12 sæti og Sambandssinnar á Norður-Írlandi með 10 þingmenn. Aðrir minni flokkar fá samkvæmt þessum tölum samtals 12 þingmenn.Hyggst ekki segja af sér Eftir að ljóst var er leið á nóttina að May myndi missa meirihluta sinn á þingi var Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ekki lengi að því að kalla eftir afsögn hennar. „Hún vildi umboð. Nú, umboðið sem hún fékk er að íhaldsmenn missa sæti á þinginu, þeir missa stuðning, þeir missa traust. Ég hefði haldið að það væri nóg til þess að hún myndi hætta,“ sagði Corbyn. Heimildarmenn Sky-fréttastofunnar segja þó að May sé ekki á þeim buxunum að hætta heldur ætli hún sér að mynda ríkisstjórn. Líklegt má telja að það verði einhvers konar minnihlutastjórn en þeirrar stjórnar bíður það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr ESB.
Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Fjölmiðlar í Bretlandi tala um „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. Boðað var til kosninganna með stuttum fyrirvara en May vonaðist til að þær myndu styrkja stöðu hennar sem forsætisráðherra og færa henni aukið umboð til að leiða þjóðina í Brexit-viðræðunum sem framundan eru.Slæm frammistaða í kosningabaráttunni komið íhaldsmönnum í koll Í upphafi kosningabaráttunnar leit út fyrir stórsigur May en slæm frammistaða í kosningabaráttunni virðist hafa komið íhaldsmönnum í koll. Nú þegar aðeins á eftir að telja atkvæði í örfáum kjördæmum má telja að staðan sé ljós. Samkvæmt nýjustu tölum Breska ríkisútvarpsins, BBC, er Íhaldsflokkurinn nú með 315 þingsæti en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn er með 261 þingsæti og sækir verulega í sig veðrið, bætir við sig hátt um þrjátíu þingsætum. Skoski þjóðarflokkurinn fær 35 þingmenn, Frjálslyndir demókratar með 12 sæti og Sambandssinnar á Norður-Írlandi með 10 þingmenn. Aðrir minni flokkar fá samkvæmt þessum tölum samtals 12 þingmenn.Hyggst ekki segja af sér Eftir að ljóst var er leið á nóttina að May myndi missa meirihluta sinn á þingi var Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ekki lengi að því að kalla eftir afsögn hennar. „Hún vildi umboð. Nú, umboðið sem hún fékk er að íhaldsmenn missa sæti á þinginu, þeir missa stuðning, þeir missa traust. Ég hefði haldið að það væri nóg til þess að hún myndi hætta,“ sagði Corbyn. Heimildarmenn Sky-fréttastofunnar segja þó að May sé ekki á þeim buxunum að hætta heldur ætli hún sér að mynda ríkisstjórn. Líklegt má telja að það verði einhvers konar minnihlutastjórn en þeirrar stjórnar bíður það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr ESB.
Kosningar í Bretlandi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira