Erlent

Indverjar skutu risaeldflaug á loft

Atli Ísleifsson skrifar
Um er að ræða 640 tonna risaeldflaug.
Um er að ræða 640 tonna risaeldflaug. Vísir/AFP
Indverjar skutu í gær á loft sinni stærstu geimflaug til þessa. Um er að ræða 640 tonna risaeldflaug sem aðallega verður notuð til að koma stórum gervihnöttum á sporbaug um jörðu.

Indverjar ætla sér stóra hluti á þeim markaði en hingað til hafa þeir þurft að styðjast við flaugar frá evrópsku geimferðaáætluninni.

Á stefnuskránni er síðan að koma manni í geiminn fyrir árið 2024 og verða þannig fjórða landið sem gerir slíkt, á eftir Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×