Erlent

Morðinginn sagður óánægður fyrrverandi starfsmaður

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn á vettvangi árásarinnar sem átti sér stað á iðnaðarsvæði norðaustur af miðborg Orlando.
Lögreglumenn á vettvangi árásarinnar sem átti sér stað á iðnaðarsvæði norðaustur af miðborg Orlando. Vísir/AFP
Byssumaðurinn sem skaut fimm starfsmenn á iðnaðasvæði í Orlando í Flórída til bana í dag er sagður „óánægður fyrrverandi starfsmaður“ sem var rekinn í apríl. Maðurinn var 45 ára gamall en hann svipti sig lífi eftir að hafa myrt fyrrverandi samstarfsmenn sína.

Washington Post hefur eftir sýslumanninum í Orange-sýslu að árásarmaðurinn hafi verið vopnaður byssu og hníf. Sjö manns hafi lifað árásina af. Engar vísbendingar séu um að maðurinn tengist neinum hryðjuverkasamtökum.

„Þetta er líklega vinnustaðsofbeldisatvik,“ sagði sýslumaðurinn á blaðamannafundi í dag.

Fjórir starfsmenn voru látnir á vettvangi þegar lögreglu bar að garði, þrír karlmenn og ein kona. Fimmti maðurinn lést á sjúkrahúsi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×