Óska eftir áhættumati frá Ríkislögreglustjóra vegna viðburða í miðborginni í sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. júní 2017 18:45 Vísir/gva Vegna þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskað eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna þeirra fjölmennu viðburða sem haldnir verða í miðborginni í sumar. Hryðjuverk sem framin hafa verið í Evrópu á undanförnum misserum hafa vakið upp spurningar hvort raunveruleg hryðjuverkahætta sé hér á landi. Í síðustu árásum hafa stór ökutæki verið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur og margir látið lífið eða örkumlast. Áhættumat ríkislögreglustjóra á hryðjuverkum hér á landi var gefið út í lok janúar síðastliðnum en þar telur deildin að hryðjuverk sem unnin voru í Evrópu á árunum 2015 og 2016 leiði í ljós breytingu hvað varðar ásetning, skotmörk, aðferðir og getu hryðjuverkamanna til að valda miklu manntjóni í borgum í álfunni. Lögregluyfirvöld hér á landi hafa á síðustu árum breytt áherslum sínum til að bregðast við þessari ógn. „Síðastliðin þrjú ár er búin að vera mikil aðgerðaþjálfun fyrir lögreglumenn auk þess sem tækjabúnaður lögreglu í landinu hefur verið aukinn og færður nær lögreglumönnunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hér á landi eru haldnir fjölmennir viðburðir, þó sérstaklega yfir sumartímann, og í ljósi þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu að undanförnu er spurning hvort öryggi almennings á þessum viðburðum sé tryggt fyrir þessari ógn. „Þessar hátíðir sem verða núna, þá munum við óska eftir mati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra til þess að við getum betur markað þær öryggisráðstafanir sem að við getum gripið til,“ segir Ásgeir. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja og greint sé frá í skýrslunni, er niðurstaða deildarinnar sú að hættustig á Íslandi er metið í meðallagi. Ásgeir segir að lögreglan þurfi alltaf að finna leið til þess að gæta öryggi borgaranna á stórum viðburðum og á móti gæta þess að skyggja ekki á hátíðarhöldin. Undanfarið hefur lögreglan vakið athygli skipuleggjenda viðburða af þessari ógn sem vofir yfir. „Við erum að endurskoða okkar áætlanir og okkar viðbrögð,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að skoða þurfi frekar hvernig, til dæmis miðborginni sé lokað fyrir umferð ökutækja þegar stórir viðburðir eru haldnir. „Það er kannski hægt að breyta efniviðunum í lokunum. Kannski setja fastari lokanir heldur en hefur verið og þeir möguleikar verða að sjálfsögðu skoðaðir,“ segir Ásgeir.Er Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ef það verður svona atburður hér á landi eins og gerðist í Bretlandi um helgina?„Það verður alltaf erfitt að takast á við svona atburð. Það verður ekkert lögreglulið tilbúið til þess að takast á við svona atburð. Þetta snýst um það að viðbragðið sé sem best og fljótast, segir Ásgeir. Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Vegna þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskað eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna þeirra fjölmennu viðburða sem haldnir verða í miðborginni í sumar. Hryðjuverk sem framin hafa verið í Evrópu á undanförnum misserum hafa vakið upp spurningar hvort raunveruleg hryðjuverkahætta sé hér á landi. Í síðustu árásum hafa stór ökutæki verið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur og margir látið lífið eða örkumlast. Áhættumat ríkislögreglustjóra á hryðjuverkum hér á landi var gefið út í lok janúar síðastliðnum en þar telur deildin að hryðjuverk sem unnin voru í Evrópu á árunum 2015 og 2016 leiði í ljós breytingu hvað varðar ásetning, skotmörk, aðferðir og getu hryðjuverkamanna til að valda miklu manntjóni í borgum í álfunni. Lögregluyfirvöld hér á landi hafa á síðustu árum breytt áherslum sínum til að bregðast við þessari ógn. „Síðastliðin þrjú ár er búin að vera mikil aðgerðaþjálfun fyrir lögreglumenn auk þess sem tækjabúnaður lögreglu í landinu hefur verið aukinn og færður nær lögreglumönnunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hér á landi eru haldnir fjölmennir viðburðir, þó sérstaklega yfir sumartímann, og í ljósi þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu að undanförnu er spurning hvort öryggi almennings á þessum viðburðum sé tryggt fyrir þessari ógn. „Þessar hátíðir sem verða núna, þá munum við óska eftir mati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra til þess að við getum betur markað þær öryggisráðstafanir sem að við getum gripið til,“ segir Ásgeir. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja og greint sé frá í skýrslunni, er niðurstaða deildarinnar sú að hættustig á Íslandi er metið í meðallagi. Ásgeir segir að lögreglan þurfi alltaf að finna leið til þess að gæta öryggi borgaranna á stórum viðburðum og á móti gæta þess að skyggja ekki á hátíðarhöldin. Undanfarið hefur lögreglan vakið athygli skipuleggjenda viðburða af þessari ógn sem vofir yfir. „Við erum að endurskoða okkar áætlanir og okkar viðbrögð,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að skoða þurfi frekar hvernig, til dæmis miðborginni sé lokað fyrir umferð ökutækja þegar stórir viðburðir eru haldnir. „Það er kannski hægt að breyta efniviðunum í lokunum. Kannski setja fastari lokanir heldur en hefur verið og þeir möguleikar verða að sjálfsögðu skoðaðir,“ segir Ásgeir.Er Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ef það verður svona atburður hér á landi eins og gerðist í Bretlandi um helgina?„Það verður alltaf erfitt að takast á við svona atburð. Það verður ekkert lögreglulið tilbúið til þess að takast á við svona atburð. Þetta snýst um það að viðbragðið sé sem best og fljótast, segir Ásgeir.
Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira