Sport

Ísland í 3. sæti á verðlaunalistanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur fór heim með sjö gullverðlaun.
Hrafnhildur fór heim með sjö gullverðlaun. vísir/stefán
Ísland vann alls til 60 verðlauna á Smáþjóðaleikunum í San Marinó sem lauk í gær.

Ísland var í 3. sæti á listanum yfir fjölda verðlauna á leikunum. Lúxemborg vann til flestra verðlauna (98) og Kýpur næstflestra (84).

Íslensku keppendurnir unnu 27 gull, 14 silfur og 19 brons á Smáþjóðaleikunum.

Ísland vann bæði til 24 verðlauna í frjálsum íþróttum og sundi. Íslenska sundfólkið vann til 12 gullverðlauna en frjálsíþróttafólkið ellefu.

Hrafnhildur Lúthersdóttir hélt heim til Íslands klyfjuð verðlaunapeningum. Sundkonan öfluga vann til sjö gullverðlauna og var sigursælasti íslenski keppandinn á Smáþjóðaleikunum í ár.

Sundkonan Bryndís Rún Hansen gerði það einnig gott og fór heim með sex gullverðlaun.

Verðlaun Íslands á Smáþjóðaleikunum 2017:

Frjálsar - 24

Sund - 24

Bogfimi - 4

Júdó - 3

Körfubolti - 2

Skotfimi - 1

Fjallahjólreiðar - 1

Götuhjólreiðar - 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×