May bað þingmenn Íhaldsflokksins afsökunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2017 22:02 Theresa May. vísir/getty Theresa May, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið þingmenn flokksins afsökunar á gengi hans í kosningunum í síðustu viku. Flokkurinn missti þá meirihluta sinn á þingi í kosningunum en May boðaði til þingkosninga með skömmum fyrirvara undir þeim formerkjum að hún vildi fá sterkara umboð til að leiða þjóðina í viðræðunum um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Það fór hins vegar öðruvísi en hún ætlaði en May freistar þess nú að mynda minnihlutastjórn með stuðningi Lýðræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi. Að því er greint er frá á vef Breska ríkisútvarpsins, BBC, hélt hún fund með þingmönnum Íhaldsflokksins þar sem hún kvaðst axla ábyrgð á því að boða til kosninganna með svona skömmum fyrirvara og á úrslitunum. Viðræður standa enn yfir á milli Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins vegna stuðnings síðarnefnda flokksins við minnihlutastjórn Íhaldsflokksins. Fyrr í dag var greint frá því að May hefði myndað nýja ríkisstjórn en viðræðurnar snúa að því að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn verji þá stjórn falli. Ekki er víst hvenær þeim viðræðum lýkur en Verkamannaflokkurinn hefur sagt að ríkisstjórnin sé í afneitun varðandi úrslit kosninganna og að upplausn ríki innan raða hennar. Þannig hefur stefnuræðu ríkisstjórnarinnar verið frestað en hún átti upphaflega að vera þann 19. júní næstkomandi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær stefnuræðan verður flutt. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnuræðu bresku stjórnarinnar frestað um nokkra daga Venju samkvæmt er það Elísabet Bretlandsdrottning sem flytur stefnuræðuna, en upphaflega stóð til að ræðan yrði flutt 19. júní. 12. júní 2017 12:55 Corbyn vill fella ríkisstjórn May Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur tilkynnt að flokkurinn hyggist bjóða öðrum stjórnmálaflokkum að fella ríkisstjórn Íhaldsflokksins og kjósa stefnuskrá Verkamannaflokksins. 12. júní 2017 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Theresa May, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið þingmenn flokksins afsökunar á gengi hans í kosningunum í síðustu viku. Flokkurinn missti þá meirihluta sinn á þingi í kosningunum en May boðaði til þingkosninga með skömmum fyrirvara undir þeim formerkjum að hún vildi fá sterkara umboð til að leiða þjóðina í viðræðunum um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Það fór hins vegar öðruvísi en hún ætlaði en May freistar þess nú að mynda minnihlutastjórn með stuðningi Lýðræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi. Að því er greint er frá á vef Breska ríkisútvarpsins, BBC, hélt hún fund með þingmönnum Íhaldsflokksins þar sem hún kvaðst axla ábyrgð á því að boða til kosninganna með svona skömmum fyrirvara og á úrslitunum. Viðræður standa enn yfir á milli Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins vegna stuðnings síðarnefnda flokksins við minnihlutastjórn Íhaldsflokksins. Fyrr í dag var greint frá því að May hefði myndað nýja ríkisstjórn en viðræðurnar snúa að því að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn verji þá stjórn falli. Ekki er víst hvenær þeim viðræðum lýkur en Verkamannaflokkurinn hefur sagt að ríkisstjórnin sé í afneitun varðandi úrslit kosninganna og að upplausn ríki innan raða hennar. Þannig hefur stefnuræðu ríkisstjórnarinnar verið frestað en hún átti upphaflega að vera þann 19. júní næstkomandi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær stefnuræðan verður flutt.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnuræðu bresku stjórnarinnar frestað um nokkra daga Venju samkvæmt er það Elísabet Bretlandsdrottning sem flytur stefnuræðuna, en upphaflega stóð til að ræðan yrði flutt 19. júní. 12. júní 2017 12:55 Corbyn vill fella ríkisstjórn May Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur tilkynnt að flokkurinn hyggist bjóða öðrum stjórnmálaflokkum að fella ríkisstjórn Íhaldsflokksins og kjósa stefnuskrá Verkamannaflokksins. 12. júní 2017 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Stefnuræðu bresku stjórnarinnar frestað um nokkra daga Venju samkvæmt er það Elísabet Bretlandsdrottning sem flytur stefnuræðuna, en upphaflega stóð til að ræðan yrði flutt 19. júní. 12. júní 2017 12:55
Corbyn vill fella ríkisstjórn May Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur tilkynnt að flokkurinn hyggist bjóða öðrum stjórnmálaflokkum að fella ríkisstjórn Íhaldsflokksins og kjósa stefnuskrá Verkamannaflokksins. 12. júní 2017 07:00