Erlent

Ráðherra vill atvinnulausa í sjálfboðavinnu

Frá Árósum í Danmörku.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORGILS
Frá Árósum í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORGILS
DANMÖRK Félagsmálaráðherra Danmerkur, Mai Mercado, vill efla sjálfboðaliðastarfsemi, einkum meðal atvinnulausra og þeirra sem eru á jaðri samfélagsins. Undanfarin fimm ár hefur sjálfboðaliðum meðal þeirra sem fá fjárhagslegan stuðning og þeirra sem hafa farið snemma á eftirlaun fjölgað úr 26 prósentum í 30 prósent á móti 41 prósenti meðal annarra íbúa. Ráðherrann segir mikilvægt að einstaklingum finnist þeir vera hluti af samfélaginu. Sjálfboðaliðastörf geti auk þess opnað dyrnar að launaðri vinnu. – ibs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×