Erlent

Ísraelar vilja banna gjafafé frá erlendum aðilum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Netanyahu vill banna samtökum að taka við fé erlendis frá.
Netanyahu vill banna samtökum að taka við fé erlendis frá. vísir/epa
Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, vill herða lög frá 2016 þar sem palestínskum samtökum er bannað að taka við fjárstuðningi frá Evrópu. Nú ætlar forsætisráðherrann að þjarma að ísraelskum samtökum sem ekki eru undir stjórn ríkisins.

Verði forsætisráðherranum að ósk sinni mega ísraelsk samtök, eins og til dæmis mannréttindasamtök sem gagnrýna stjórnvöld, ekki taka við fjárstuðningi frá öðrum löndum. Það gæti lamað starfsemi þeirra, að því er segir á fréttavef Berlingske.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×