Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2017 16:26 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, lætur sér fátt um finnast þó erlendir þjóðarleiðtogar finni að blóðugu stríði hans gegn fíkniefnasölum. Vísir/EPA Lík hundruð fíkniefnasala sem lögreglumenn hafa skotið til bana í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn þeim hafa marvisst verið flutt á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökur á meintum glæpamönnum. Reuters-fréttastofan fullyrðir að rannsókn blaðamanna hennar leiði þetta í ljós. Rannsóknin byggist á greiningu á glæpatölfræði frá fyrstu átta mánuðum fíkniefnastríðs Duterte frá tveimur lögregluumdæmum af fimm í Manila, höfuðborg Filippseyja, og viðtölum við lækna, lögreglumenn og fjölskyldur fórnarlamba. Þannig fluttu lögreglumenn í umdæmunum tveimur 301 grunaðan glæpamann á sjúkrahús. Allir nema tveir voru látnir við komuna á sjúkrahús. Reuters hefur áður greint frá því að 97% þeirra grunuðu glæpamanna sem lögreglumenn skjóta látist. Reuters hefur eftir lögregluforingja sem kemur ekki fram undir nafni að lögreglumenn reiði sig á að læknar á bráðamóttökum séu of uppteknir til að velta fyrir sér hvers vegna þeir sem eru fluttir þangað voru skotnir. Þeir skrái þá aðeins sem látna við komu. Fjórir læknar bera vitni um að mörg fórnarlömbin sem þeir hafa fengið til sín hafi borið merki um að hafa verið skotin í höfuðið eða hjartað af stuttu færi. Það stangast á við frásagnir lögreglu af því að glæpamenn falli í óreiðukenndum skotbardögum.Mun fleiri látast þegar lögreglan hleypir afÁður en fíkniefnastríðið hófst létust um 10% af þeim sem lögreglan skaut um mitt ár í fyrra. Í janúar var hlutfall þeirra sem voru skotnir til bana komið upp í 85%. Duterte hefur látið drepa þúsundir manna frá því að hann tók við embætti forseta 30. júní í fyrra. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Svaraði hann þeirri gagnrýni meðal annars með því að kalla Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, „hóruson“ í fyrra. Donald Trump, arftaki Obama, hefur aftur á móti lofað Duterte og óskað honum til hamingju með „árangurinn“ í baráttu hans gegn glæpum. Tengdar fréttir Duterte vill taka „fimm eða sex“ manns af lífi á dag Forseti Filippseyja vill taka upp dauðarefsingar í landinu að nýju. 19. desember 2016 13:24 Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Duterte boðið í Hvíta húsið Umdeildur forseti Filippseyja hefur fengið heimboð frá Donald Trump í Hvíta húsið. 30. apríl 2017 11:10 Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem forseti Filippseyja er sakaður um stríðsglæpi. 25. apríl 2017 08:32 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Lík hundruð fíkniefnasala sem lögreglumenn hafa skotið til bana í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn þeim hafa marvisst verið flutt á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökur á meintum glæpamönnum. Reuters-fréttastofan fullyrðir að rannsókn blaðamanna hennar leiði þetta í ljós. Rannsóknin byggist á greiningu á glæpatölfræði frá fyrstu átta mánuðum fíkniefnastríðs Duterte frá tveimur lögregluumdæmum af fimm í Manila, höfuðborg Filippseyja, og viðtölum við lækna, lögreglumenn og fjölskyldur fórnarlamba. Þannig fluttu lögreglumenn í umdæmunum tveimur 301 grunaðan glæpamann á sjúkrahús. Allir nema tveir voru látnir við komuna á sjúkrahús. Reuters hefur áður greint frá því að 97% þeirra grunuðu glæpamanna sem lögreglumenn skjóta látist. Reuters hefur eftir lögregluforingja sem kemur ekki fram undir nafni að lögreglumenn reiði sig á að læknar á bráðamóttökum séu of uppteknir til að velta fyrir sér hvers vegna þeir sem eru fluttir þangað voru skotnir. Þeir skrái þá aðeins sem látna við komu. Fjórir læknar bera vitni um að mörg fórnarlömbin sem þeir hafa fengið til sín hafi borið merki um að hafa verið skotin í höfuðið eða hjartað af stuttu færi. Það stangast á við frásagnir lögreglu af því að glæpamenn falli í óreiðukenndum skotbardögum.Mun fleiri látast þegar lögreglan hleypir afÁður en fíkniefnastríðið hófst létust um 10% af þeim sem lögreglan skaut um mitt ár í fyrra. Í janúar var hlutfall þeirra sem voru skotnir til bana komið upp í 85%. Duterte hefur látið drepa þúsundir manna frá því að hann tók við embætti forseta 30. júní í fyrra. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Svaraði hann þeirri gagnrýni meðal annars með því að kalla Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, „hóruson“ í fyrra. Donald Trump, arftaki Obama, hefur aftur á móti lofað Duterte og óskað honum til hamingju með „árangurinn“ í baráttu hans gegn glæpum.
Tengdar fréttir Duterte vill taka „fimm eða sex“ manns af lífi á dag Forseti Filippseyja vill taka upp dauðarefsingar í landinu að nýju. 19. desember 2016 13:24 Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Duterte boðið í Hvíta húsið Umdeildur forseti Filippseyja hefur fengið heimboð frá Donald Trump í Hvíta húsið. 30. apríl 2017 11:10 Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem forseti Filippseyja er sakaður um stríðsglæpi. 25. apríl 2017 08:32 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Duterte vill taka „fimm eða sex“ manns af lífi á dag Forseti Filippseyja vill taka upp dauðarefsingar í landinu að nýju. 19. desember 2016 13:24
Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29
Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00
Duterte boðið í Hvíta húsið Umdeildur forseti Filippseyja hefur fengið heimboð frá Donald Trump í Hvíta húsið. 30. apríl 2017 11:10
Kvartar til stríðsglæpadómstóls vegna Duterte Lögfræðingur á Filippseyjum hefur sent formlega kvörtun til stríðglæpadómstólsins í Haag þar sem forseti Filippseyja er sakaður um stríðsglæpi. 25. apríl 2017 08:32