Fótbolti

Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bravo er hér á undan Ronaldo og fleirum í boltann í kvöld.
Bravo er hér á undan Ronaldo og fleirum í boltann í kvöld. vísir/afp
Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik.

Leikurinn var ekki beint einhver taumlaus skemmtun en bæði lið fengu þó sín færi til þess að skora mark.

Það gerðu þau aftur á móti ekki og því varð að framlengja eftir 90 mínútna leik. Ekki tókst liðunum heldur að skora þar og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni.

Claudio Bravo varði fyrstu spyrnu Portúgala frá Ricardo Quaresma eftir að Vidal hafði komið Síle yfir.

Bravo varði líka spyrnu númer tvö frá Portúgal. Að þessu sinni frá Joao Moutinho. 2-0 eftir tvær umferðir.

Bravo var ekki hættur því Síle skoraði úr sinni þriðju spyrnu og Bravo varði svo þriðju spyrnuna sem var frá Nani. Hann hélt bara hreinu í vítakeppninni.

Síle mætir Þýskalandi eða Mexíkó í úrslitaleiknum en þau mætast annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×