Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2017 12:15 Donald Trump stendur á bakvið þá Mitch McConnell og þingmanninn Pat Roberts. Vísir/Getty Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur frestað atkvæðagreiðslu um umdeilt heilbrigðisfrumvarp vegna andstöðu flokksmanna sinna við frumvarpið. Útlit var fyrir að frumvarpinu hefði verið hafnað, hefði verið kosið um það nú í vikunni eins og til stóð. McConnell mun því nota tímann sem hann vann sér inn til að þjappa þingmönnum sínum saman. Til stendur að kjósa um frumvarpið eftir 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. „Við munum ekki kjósa um frumvarpið í þessari viku, en við erum enn að vinna að því að ná minnst 50 manns á þægilegan stað,“ er haft eftir McConnell á vef New York Times. Öldungaþingmenn repúblikana eru 52 á móti 48 þingmönnum demókrata. Samkvæmt hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, mun frumvarpið leiða til þess að 22 milljónir manna muni missa tryggingar sínar fyrir árið 2026. Þá er talið að frumvarpið muni koma verulega niður á öldruðu, veiku og fátæku fólki.Sjá einnig: Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Samkvæmt niðurstöðum CBO yrðu alls 49 milljónir manna án tryggingar í Bandaríkjunum árið 2026. Miðað við núverandi lög er áætlað að sú tala verði 28 milljónir. Úttektin leiddi til þess að einhverjir þingmönnum fannst niðurskurðurinn í frumvarpinu of mikill og aðrir neituðu að styðja það þar sem ekki væri gengið nægilega langt í niðurskurði. Minnst fimm þingmenn repúblikana lýstu yfir andstöðu sinni við frumvarpið.McConnell fundaði um stöðuna með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og öðrum þingmönnum í gær. Eftir fundinn sagði hann blaðamönnum að ef honum tækist ekki að þjappa sínu fólki saman, þyrfti hann að semja við Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans. „Þessu lýkur með tveimur mögulegum leiðum. Annað hvort munu repúblikanar vera sammála og breyta stöðunni, eða markaðirnir munu halda áfram að hrynja og við munum neyðast til að setja niður með Schumer. Mig grunar að allar viðræður við demókrata muni ekki innihalda þær breytingar sem við viljum gera.“Repúblikanar hafa barist gegn núverandi lögum um heilbrigðiskerfi og sjúkratryggingar Bandaríkjanna í um sjö ár. Fulltrúadeild þingsins samdi frumvarp og samþykkti naumlega fyrr á árinu, en repúblikanar í öldungadeildinni hafa breytt því mjög mikið og í raun skrifað nýtt. Það var opinberað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnt. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að hann myndi breyta kerfinu á fyrsta degi. Bæði frumvörpin sem hafa litið dagsins ljós síðan þá, eru ekki í samræmi við loforð forsetans. Eftir fundinn í gær sagði Trump að þingmennirnir væru mjög nærri því að tryggja þau atkvæði sem væru nauðsynleg. „Þetta verður frábært ef okkur tekst það,“ sagði Trump, samkvæmt Washington Post. „Ef okkur tekst það ekki, verður þetta eitthvað sem við munum ekki kunna vel við og það er í lagi. Ég skil það mjög vel.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur frestað atkvæðagreiðslu um umdeilt heilbrigðisfrumvarp vegna andstöðu flokksmanna sinna við frumvarpið. Útlit var fyrir að frumvarpinu hefði verið hafnað, hefði verið kosið um það nú í vikunni eins og til stóð. McConnell mun því nota tímann sem hann vann sér inn til að þjappa þingmönnum sínum saman. Til stendur að kjósa um frumvarpið eftir 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. „Við munum ekki kjósa um frumvarpið í þessari viku, en við erum enn að vinna að því að ná minnst 50 manns á þægilegan stað,“ er haft eftir McConnell á vef New York Times. Öldungaþingmenn repúblikana eru 52 á móti 48 þingmönnum demókrata. Samkvæmt hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, mun frumvarpið leiða til þess að 22 milljónir manna muni missa tryggingar sínar fyrir árið 2026. Þá er talið að frumvarpið muni koma verulega niður á öldruðu, veiku og fátæku fólki.Sjá einnig: Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Samkvæmt niðurstöðum CBO yrðu alls 49 milljónir manna án tryggingar í Bandaríkjunum árið 2026. Miðað við núverandi lög er áætlað að sú tala verði 28 milljónir. Úttektin leiddi til þess að einhverjir þingmönnum fannst niðurskurðurinn í frumvarpinu of mikill og aðrir neituðu að styðja það þar sem ekki væri gengið nægilega langt í niðurskurði. Minnst fimm þingmenn repúblikana lýstu yfir andstöðu sinni við frumvarpið.McConnell fundaði um stöðuna með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og öðrum þingmönnum í gær. Eftir fundinn sagði hann blaðamönnum að ef honum tækist ekki að þjappa sínu fólki saman, þyrfti hann að semja við Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans. „Þessu lýkur með tveimur mögulegum leiðum. Annað hvort munu repúblikanar vera sammála og breyta stöðunni, eða markaðirnir munu halda áfram að hrynja og við munum neyðast til að setja niður með Schumer. Mig grunar að allar viðræður við demókrata muni ekki innihalda þær breytingar sem við viljum gera.“Repúblikanar hafa barist gegn núverandi lögum um heilbrigðiskerfi og sjúkratryggingar Bandaríkjanna í um sjö ár. Fulltrúadeild þingsins samdi frumvarp og samþykkti naumlega fyrr á árinu, en repúblikanar í öldungadeildinni hafa breytt því mjög mikið og í raun skrifað nýtt. Það var opinberað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnt. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að hann myndi breyta kerfinu á fyrsta degi. Bæði frumvörpin sem hafa litið dagsins ljós síðan þá, eru ekki í samræmi við loforð forsetans. Eftir fundinn í gær sagði Trump að þingmennirnir væru mjög nærri því að tryggja þau atkvæði sem væru nauðsynleg. „Þetta verður frábært ef okkur tekst það,“ sagði Trump, samkvæmt Washington Post. „Ef okkur tekst það ekki, verður þetta eitthvað sem við munum ekki kunna vel við og það er í lagi. Ég skil það mjög vel.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira