Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. júní 2017 17:23 Áslaug Ýr Hjartardóttir fetar í fótspor systur sinnar og fer í mál við íslenska ríkið. Vísir/Anton Brink Ekkert heimilar íslenska ríkinu að neita Áslaugu Ýr Hjartardóttur um túlkaþjónustu. Þetta er mat Páls Rúnars M. Kristjánssonar, lögmanns Áslaugar. Hann segir íslenska ríkið sniðganga mannréttindi fólks. „Hún og annað fólk í hennar stöðu fær engan veginn fullnægjandi túlkaþjónustu og er ekki gert kleyft að njóta þeirrar samfélagsþátttöku sem þau eiga rétt á að njóta. Því er að sama skapi gert að þola félagslega einangrun sem er ómanneskjuleg og er þessum einstaklingum sérstaklega þungbær,“ segir Páll í samtali við Vísi. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar en fær ekki túlk. Hún ætlar í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar er Snædís Rán Hjartardóttir sem vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum. Það fordæmi virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stendur frammi fyrir nú. „Í sjálfu sér hefur íslenska ríkið aldrei gert sig líklegt til að fara að fordæmi dómsins sem þau þó una. Það breyttist ekkert í kjölfar þessa dóms,“ segir Páll.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Áslaugar segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki framlags hennar.Hann segir það á ábyrgð Illuga Gunnarssonar, sem var menntamálaráðherra þegar Snædís fór í mál við ríkið, og arftaka hans Kristjáns Þórs Júlíussonar, núverandi menntamálaráðherra, að útskýra hvers vegna ekki er farið að fordæmi dómsins. Hann segir réttinn sem systurnar njóta vera skýran og einfaldan, að krafa þeirra sé sjálfsögð en engu að síður sé hún virt að vettugi. „Það eru engar réttlætingar sem búa þarna að baki. Það er ekkert sem heimilar ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks eins og Áslaugar,“ segir Páll. „Hún á að njóta túlkaþjónustu. Sú þjónusta á að hafa það markmið að hún njóti réttar á við ófatlaðan einstakling í sambærilegri stöðu. Hún á að geta stundað nám og tómstundir, hún á að geta kosið, sinnt trúarlegum hugðarefnum ef hún hefur einhver slík og þar fram eftir götunum. Þetta er ekki innantómur réttur, það er ekki eins og allir í heiminum hafi rétt á túlk í hálftíma.“ Hann segir vandann liggja í því að ekki sé nægu fé veitt í málaflokkinn. Hann segir 40 mínútur með túlk sambærilegt því að allir sem óski eftir heilbrigðisþjónustu fái plástur. „Áslaug er manneskja og mannréttindi hennar tilheyra samfélagi okkar. Með því að útiloka hana þá verður hún af þessum mannréttindum sínum en við hin verðum að sama skapi fyrir því tjóni að njóta ekki hennar mikla og jákvæða framlags. Hún er nefnilega frábær, hverju sem öllu öðru líður.“ Málið fékk flýtimeðferð og verður líklega flutt í byrjun júlí. Páll vonast til að dómur liggi fyrir áður en Áslaug heldur út í sumarbúðirnar. Tengdar fréttir Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Ekkert heimilar íslenska ríkinu að neita Áslaugu Ýr Hjartardóttur um túlkaþjónustu. Þetta er mat Páls Rúnars M. Kristjánssonar, lögmanns Áslaugar. Hann segir íslenska ríkið sniðganga mannréttindi fólks. „Hún og annað fólk í hennar stöðu fær engan veginn fullnægjandi túlkaþjónustu og er ekki gert kleyft að njóta þeirrar samfélagsþátttöku sem þau eiga rétt á að njóta. Því er að sama skapi gert að þola félagslega einangrun sem er ómanneskjuleg og er þessum einstaklingum sérstaklega þungbær,“ segir Páll í samtali við Vísi. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar en fær ekki túlk. Hún ætlar í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar er Snædís Rán Hjartardóttir sem vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum. Það fordæmi virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stendur frammi fyrir nú. „Í sjálfu sér hefur íslenska ríkið aldrei gert sig líklegt til að fara að fordæmi dómsins sem þau þó una. Það breyttist ekkert í kjölfar þessa dóms,“ segir Páll.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Áslaugar segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki framlags hennar.Hann segir það á ábyrgð Illuga Gunnarssonar, sem var menntamálaráðherra þegar Snædís fór í mál við ríkið, og arftaka hans Kristjáns Þórs Júlíussonar, núverandi menntamálaráðherra, að útskýra hvers vegna ekki er farið að fordæmi dómsins. Hann segir réttinn sem systurnar njóta vera skýran og einfaldan, að krafa þeirra sé sjálfsögð en engu að síður sé hún virt að vettugi. „Það eru engar réttlætingar sem búa þarna að baki. Það er ekkert sem heimilar ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks eins og Áslaugar,“ segir Páll. „Hún á að njóta túlkaþjónustu. Sú þjónusta á að hafa það markmið að hún njóti réttar á við ófatlaðan einstakling í sambærilegri stöðu. Hún á að geta stundað nám og tómstundir, hún á að geta kosið, sinnt trúarlegum hugðarefnum ef hún hefur einhver slík og þar fram eftir götunum. Þetta er ekki innantómur réttur, það er ekki eins og allir í heiminum hafi rétt á túlk í hálftíma.“ Hann segir vandann liggja í því að ekki sé nægu fé veitt í málaflokkinn. Hann segir 40 mínútur með túlk sambærilegt því að allir sem óski eftir heilbrigðisþjónustu fái plástur. „Áslaug er manneskja og mannréttindi hennar tilheyra samfélagi okkar. Með því að útiloka hana þá verður hún af þessum mannréttindum sínum en við hin verðum að sama skapi fyrir því tjóni að njóta ekki hennar mikla og jákvæða framlags. Hún er nefnilega frábær, hverju sem öllu öðru líður.“ Málið fékk flýtimeðferð og verður líklega flutt í byrjun júlí. Páll vonast til að dómur liggi fyrir áður en Áslaug heldur út í sumarbúðirnar.
Tengdar fréttir Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03