Erlent

Segir ISIS liða vera að missa tökin eftir eyðileggingu al- Nuri moskunnar

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Íraskir hermenn með fána frá Ríki íslams í vesturhluta Mósúl.
Íraskir hermenn með fána frá Ríki íslams í vesturhluta Mósúl. Vísir/EPA
Forsætisráðherra Íraks, Haider al –Abadi, segir að nýjasta árás ISIS sýni fram á uppgjöf þeirra. ISIS samtökin sprengdu í gær upp al-Nuri moskuna frá 12.öld, þar sem leiðtogi þeirra, Abu Bakr al-Baghdadi, lýsti yfir stofnun kalífadæmis árið 2014. BBC greinir frá.

ISIS samtökin hefur gefið út þá yfirlýsingu að Bandaríkjamenn beri ábyrgð á sprengingunni en yfirvöld vestanhafs neita því. Árásin hefur verið fordæmd af yfirvöldum og almennum borgurum. Hernum hefur tekist að frelsa almenna borgara sem fastir voru í gamla hluta borgarinnar.

Yfirvöld í Írak telja að árásin komi í kjölfar þess að herlið ríkisins sé að sækja á. Þetta hafi því verið liður í því að reyna að stöðva herliðið. Samkvæmt yfirmanni herdeildarinnar voru hermenn staðsettir um 50 metrum frá moskunni þegar sprengingin átti sér stað.

Baráttan um Mosúl hefur staðið yfir frá því í október í fyrra. Yfirvöld í Írak gáfu síðan út yfirlýsingu í janúar á þessu ári þar sem stefnt var að því að frelsa austurhluta borgarinnar undan samtökunum. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að ná tökum á vesturhluta borgarinnar.

Talið er að aðeins 300 ISIS liðar séu eftir í borginni miðað við 6 þúsund sem voru í byrjun. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að samtökin haldi um 100 þúsund manns í gíslingu á svæðinu og noti þá sem mennska skildi.

 


Tengdar fréttir

Hefja „lokasókn“ gegn Ríki íslams í Mósúl

Stjórnarher Íraks hóf "lokasókn“ gegn Ríki íslams í gömlu borginni í Mósúl í dag. Hundrað þúsund íbúar eru innilokaðir vegna átakanna að sögn Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×