Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 20:04 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, heimsótti Úkraínu í dag. Vísir/afp Forseti Úkraínu segir heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Kænugarðs í dag öflugt merki um stuðning Bandaríkjastjórnar við Úkraínumenn. Utanríkisráðherrann segir mikilvægt að Rússar stígi fyrsta skrefið með því að fjarlægja þungavopn frá austurhluta Úkraínu. Rex Tillerson utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór af leiðtogafundi G20 í Hamborg til Kænugarðs í dag til fundar við Petro Poroshenko forseta Úkraínu. En áður en Tillerson hitti forsetann fundaði hann með hópi aðgerðarsinna í borginni sem berjast fyrir umbótum í landinu. Fljótlega eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu 2014 hófu þeir að styðja uppreisnarmenn í Donetsk og Lugansk héruðum í austurhluta Úkraínu með vopnum og mannafla en hafa alla tíð þrætt fyrir það. Þar standa enn yfir mannskæð átök þrátt fyrir friðarsamkomulag sem gert var í Minsk, sem gekk út á að þungavopn yrðu fjarlægð frá þessum svæðum og breytingar gerðar á stjórnarskrá Úkraínu sem tryggði aukið sjálfdæmi í austurhlutanum. Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson „Við höfum fengið algerlega skýr skilaboð um stuðning við Úkraínu. Stuðning við fullveldi landsins, friðhelgi yfirráðasvæða,stuðning við sjálfstæði okkar, stuðning við umbætur okkar. Og við erum mjög þakklát fyrir aðí dag skuli þessi stuðningur hafa komið fram með heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tillerson sagði meginmarkmið Bandaríkjastjórnar að Úkraína endurheimti landfræðilegt sjálfdæmi sitt og virðingu,“ sagði Poroshenko á fréttamannafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. „Ég hef talað mjög skýrt í viðræðum mínum við rússneska forystumenn, oftar en einu sinni, um að það sé nauðsynlegt að Rússar taki fyrstu skrefin til að draga úr spennunni í austurhluta Úkraínu, sérstaklega að virða vopnahléið með því að fjarlægja þungavopn og leyfa eftirlitsmönnum ÖSE að sinna skyldustörfum sínum,“ sagði Rex Tillerson. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Forseti Úkraínu segir heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Kænugarðs í dag öflugt merki um stuðning Bandaríkjastjórnar við Úkraínumenn. Utanríkisráðherrann segir mikilvægt að Rússar stígi fyrsta skrefið með því að fjarlægja þungavopn frá austurhluta Úkraínu. Rex Tillerson utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór af leiðtogafundi G20 í Hamborg til Kænugarðs í dag til fundar við Petro Poroshenko forseta Úkraínu. En áður en Tillerson hitti forsetann fundaði hann með hópi aðgerðarsinna í borginni sem berjast fyrir umbótum í landinu. Fljótlega eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu 2014 hófu þeir að styðja uppreisnarmenn í Donetsk og Lugansk héruðum í austurhluta Úkraínu með vopnum og mannafla en hafa alla tíð þrætt fyrir það. Þar standa enn yfir mannskæð átök þrátt fyrir friðarsamkomulag sem gert var í Minsk, sem gekk út á að þungavopn yrðu fjarlægð frá þessum svæðum og breytingar gerðar á stjórnarskrá Úkraínu sem tryggði aukið sjálfdæmi í austurhlutanum. Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson „Við höfum fengið algerlega skýr skilaboð um stuðning við Úkraínu. Stuðning við fullveldi landsins, friðhelgi yfirráðasvæða,stuðning við sjálfstæði okkar, stuðning við umbætur okkar. Og við erum mjög þakklát fyrir aðí dag skuli þessi stuðningur hafa komið fram með heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tillerson sagði meginmarkmið Bandaríkjastjórnar að Úkraína endurheimti landfræðilegt sjálfdæmi sitt og virðingu,“ sagði Poroshenko á fréttamannafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. „Ég hef talað mjög skýrt í viðræðum mínum við rússneska forystumenn, oftar en einu sinni, um að það sé nauðsynlegt að Rússar taki fyrstu skrefin til að draga úr spennunni í austurhluta Úkraínu, sérstaklega að virða vopnahléið með því að fjarlægja þungavopn og leyfa eftirlitsmönnum ÖSE að sinna skyldustörfum sínum,“ sagði Rex Tillerson.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira