Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2017 19:15 Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða Hamborgar og strax í gærkvöldi streymdu þeir út á götur borgarinnar undir slagorðinu Velkomin til helvítis. Til nokkurra átaka kom í gærkvöldi og í dag þegar eldar voru kveiktir á götum úti og nokkrir bílar voru brenndir. Lögregla hefur fengið liðsstyrk víðs vegar að í Þýskalandi og Austurríki og notaði meðal annars kröftugar vatsbyssur til að dreifa mótmælendum sem höfðu lokað götum með því að setjast þvert yfir þær til að reyna að trufla leiðtogafundinn sem stendur yfir í dag og á morgun. Lögreglustjórinn í Hamborg sagði síðdegis að um 160 manns hefðu særst í átökum lögreglu og mótmælenda og um 60 hefðu verið handteknir og mætti búast við að þessar tölur hækkuðu. Leiðtogar 19 helstu iðríkja heims sitja fundinn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins og tóku þeir að streyma að fundarstaðnum í morgun. Angela Merkel kanslari Þýsklanads er í hlutverki gestgjafans og heilsaði hverjum og einum við komuna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði einslega með nokkrum leiðtogum en mest var spennan fyrir fundi hans og Vladimir Putins síðdegis.Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín en um fátt hefur verið meira rætt í Bandaríkjunum en meint tengsl forsetaframboðs þess fyrrnefnda við Rússa.Vísir/AFPMerkel segir verkefnin ögrandi og augljósNú þegar einungis eru tveir mánuðir til þingkosninga í Þýskalandi má Merkel ekki við því að sýnast gefa eftir í samskiptum við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún getur heldur ekki hætt á að breikka gjána milli Evrópu og Bandaríkjanna. En leiðtogar ríkjanna reyna að fá Trump til að skuldbinda Bandaríkin á ný við Parísar samkomulagið í loftlagsmálum. „Við þekkjum öll þau ögrandi verkefni sem blasa við í heiminum og við vitum að tíminn er naumur. Þess vegna er oft aðeins hægt að finna lausnir með málamiðlunum. Ef við nálgumst hvort annað, og ég undirstrika þetta, án þess að láta hafa of mikil áhrif á okkur,“ sagði Merkel í upphafi leiðtogafundarins. Kanslarinn sagði umheimin vænta árangurs af fundi leiðtoganna. En mörg málanna sem liggja fyrir fundinum eru eldfim, sérstaklega umhverfismálin eftir að Trump dró Bandaríkin út úr nýgerðu Parísar samkomulagi um aðgerðir í loftlagsmálum, þar sem flestir leiðtoganna reyna að þrýsta á Donald Trump að skipta um stefnu. „Í þessu samhengi höfum við Þjóðverjar reynt að einblína á efnahags- og viðskiptamálin en einnig á loftlagsbreytingarnar og stefnuna í orkumálum,“ sagði Merkel.Trump ánægður með fund sinn með Putin Trump og Putin hafa áður ræðst við í síma eftir að Trump tók við forsetaembættinu í janúar en þeir hittust í fyrsta skipti í dag. Ríkin hafa greint á um stefnu Rússa gagnvart Sýrlandi og Íran, innlimun Rússa á Krímskaga og hernaðarleg afskipti þeirra í austurhluta Úkraínu og svo er eldfimasta málið ef til vill meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Vel fór á með forsetunum í upphafi fundar og sagði Trump að það væri ánægjulegt að hitta Putin. „Putin forseti og ég höfum rætt ýmislegt og ég tel að það gangi allt vel. Við höfum átt mjög svo góðar samræður. Við munum ræða saman núna og augljóslega munu þær viðræður síðan halda áfram. En okkur hlakkar til að margt jákvætt gerist., fyrir Rússland, Bandaríkn og alla sem málin snerta. Og það er heiður að vera hér með þér, þakka þér fyrir,“ sagði Trump í ipphafi fundar forsetanna og tók innilega í hönd Putins án þess að reyna í þetta skipti að kippa hönd hans að sér eins og hann hefur oft gert þegar hann heilsar fólki. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða Hamborgar og strax í gærkvöldi streymdu þeir út á götur borgarinnar undir slagorðinu Velkomin til helvítis. Til nokkurra átaka kom í gærkvöldi og í dag þegar eldar voru kveiktir á götum úti og nokkrir bílar voru brenndir. Lögregla hefur fengið liðsstyrk víðs vegar að í Þýskalandi og Austurríki og notaði meðal annars kröftugar vatsbyssur til að dreifa mótmælendum sem höfðu lokað götum með því að setjast þvert yfir þær til að reyna að trufla leiðtogafundinn sem stendur yfir í dag og á morgun. Lögreglustjórinn í Hamborg sagði síðdegis að um 160 manns hefðu særst í átökum lögreglu og mótmælenda og um 60 hefðu verið handteknir og mætti búast við að þessar tölur hækkuðu. Leiðtogar 19 helstu iðríkja heims sitja fundinn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins og tóku þeir að streyma að fundarstaðnum í morgun. Angela Merkel kanslari Þýsklanads er í hlutverki gestgjafans og heilsaði hverjum og einum við komuna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði einslega með nokkrum leiðtogum en mest var spennan fyrir fundi hans og Vladimir Putins síðdegis.Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín en um fátt hefur verið meira rætt í Bandaríkjunum en meint tengsl forsetaframboðs þess fyrrnefnda við Rússa.Vísir/AFPMerkel segir verkefnin ögrandi og augljósNú þegar einungis eru tveir mánuðir til þingkosninga í Þýskalandi má Merkel ekki við því að sýnast gefa eftir í samskiptum við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún getur heldur ekki hætt á að breikka gjána milli Evrópu og Bandaríkjanna. En leiðtogar ríkjanna reyna að fá Trump til að skuldbinda Bandaríkin á ný við Parísar samkomulagið í loftlagsmálum. „Við þekkjum öll þau ögrandi verkefni sem blasa við í heiminum og við vitum að tíminn er naumur. Þess vegna er oft aðeins hægt að finna lausnir með málamiðlunum. Ef við nálgumst hvort annað, og ég undirstrika þetta, án þess að láta hafa of mikil áhrif á okkur,“ sagði Merkel í upphafi leiðtogafundarins. Kanslarinn sagði umheimin vænta árangurs af fundi leiðtoganna. En mörg málanna sem liggja fyrir fundinum eru eldfim, sérstaklega umhverfismálin eftir að Trump dró Bandaríkin út úr nýgerðu Parísar samkomulagi um aðgerðir í loftlagsmálum, þar sem flestir leiðtoganna reyna að þrýsta á Donald Trump að skipta um stefnu. „Í þessu samhengi höfum við Þjóðverjar reynt að einblína á efnahags- og viðskiptamálin en einnig á loftlagsbreytingarnar og stefnuna í orkumálum,“ sagði Merkel.Trump ánægður með fund sinn með Putin Trump og Putin hafa áður ræðst við í síma eftir að Trump tók við forsetaembættinu í janúar en þeir hittust í fyrsta skipti í dag. Ríkin hafa greint á um stefnu Rússa gagnvart Sýrlandi og Íran, innlimun Rússa á Krímskaga og hernaðarleg afskipti þeirra í austurhluta Úkraínu og svo er eldfimasta málið ef til vill meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Vel fór á með forsetunum í upphafi fundar og sagði Trump að það væri ánægjulegt að hitta Putin. „Putin forseti og ég höfum rætt ýmislegt og ég tel að það gangi allt vel. Við höfum átt mjög svo góðar samræður. Við munum ræða saman núna og augljóslega munu þær viðræður síðan halda áfram. En okkur hlakkar til að margt jákvætt gerist., fyrir Rússland, Bandaríkn og alla sem málin snerta. Og það er heiður að vera hér með þér, þakka þér fyrir,“ sagði Trump í ipphafi fundar forsetanna og tók innilega í hönd Putins án þess að reyna í þetta skipti að kippa hönd hans að sér eins og hann hefur oft gert þegar hann heilsar fólki.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira