Hinn 31 árs Nígeríumaður lék sinn fyrsta leik fyrir Wolves 2003 og hefur síðan þá leikið yfir 200 leiki fyrir félagið. Ikeme hefur þó margoft verið lánaður til annarra liða, þ.á.m. Leicester City og Middlesbrough.
Ikeme, sem hefur leikið 10 landsleiki fyrir Nígeríu, mun hefja lyfjameðferð.
Síðan fréttirnar um veikindi Ikeme bárust hafa fjölmargir sent honum baráttu- og batakveðjur á samfélagsmiðlum, þ.á.m. Jón Daði eins og sjá má hér að neðan.
Devastaded to hear the news. Stay strong @Carl_Ikeme. We are all together with you and your family
— Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) July 6, 2017