Fótbolti

Aron biður Tromsö að komast að samkomulagi við Twente

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Sigurðarson vill fara til Hollands en Tromsö er búið að hafna tveimur tilboðum.
Aron Sigurðarson vill fara til Hollands en Tromsö er búið að hafna tveimur tilboðum. vísir/afp
Aron Sigurðarson hefur beðið forráðamenn Tromsö í Noregi um að reyna að komast að samkomulagi við Twente um félagaskipti hans.

Landsliðsmaðurinn var í viðtali við itromso.no þar sem hann greinir frá fundi hans við íþróttastjóra Tromsö.

„Við áttum gott spjall saman. Hann sagði mér hvert sjónarmið félagsins er og ég lét mínar skoðanir í ljós. Þetta er í ferli og þeir ætla að reyna að tala við Twente aftur,“ segir Aron í viðtalinu.

„Þeir vissu hvar ég stóð þegar ég kom. Ég hef aldrei farið leynt með það að ég vil komast í stærri deild. Það mun auka líkur mínar á tryggja sæti mitt í landsliðinu og ég hef alltaf dreymt um að spila í Hollandi.“

„Ef ekki næst samkomulag um verð, þá er lítið sem ég get gert. Ég er samningsbundin Tromsö. Ég er ekki búin að ganga svo langt að fara fram á sölu, en lét félagið vita að þetta er eitthvað sem ég vil gangi í gegn. Þeir sögðu að þeir þurfi hærri upphæð en það sem Twente hefur boðið svo við verðum að sjá til hvað gerist.“

Hinn 23 ára gamli Aron fór til Tromsö á síðasta ári frá uppeldisfélagi sínu Fjölni. Hann á að baki fimm leiki með íslenska landsliðinu þar sem hann hefur skorað tvö mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×