Nýtt úrræði til fyrstu íbúðakaupa gagnast tekjuháum best Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2017 18:45 Nýtt úrræði stjórnvalda til að létta undir með fólki til kaupa á fyrstu íbúð gagnast aðallega þeim sem eru með háar tekjur. Fólk með lægri tekjur þyrfti því að leggja til annan sparnað ásamt úrræði stjórnvalda til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Samkvæmt þessu nýja úrræði stjórnvalda gæti einstaklingur með 400 hundruð þúsund krónur á mánuði einungis keypt sér íbúð á 14 milljónir króna. En slíka íbúð er varla að finna á höfuðborgarsvæðinu. Könnun Íbúðalánasjóðs leiðir einnig í ljós að sífellt færri eiga eigið húsnæði en viljinn er mikill hjá þeim sem leigja að komast í eigið húsnæði.Fólk getur hvenær sem er frá síðustu mánaðamótum og í allt að tíu ár, nýtt sér þessa leið sem gengur út á að einstaklingar nýti sér allt að fjögurra prósenta séreignarsparnað sinn og tveggja prósenta mótframlag vinnuveitenda til kaupa á fyrstu íbúð. Fólk getur farið þrjár megin leiðir, sparað í allt að tíu ár fyrir útborgun, greitt inn á höfuðstól láns sem þegar hefur verið tekið til kaupa á fyrstu íbúð eða farið blandaða leið. Hámarks söfnun eða afborgun með þessum hætti á ári er fimm hundruð þúsund krónur í allt að tíu ár, eða fimm milljónir á hvern einstakling. Hjón eða tveir aðilar sem kaupa sér íbúð saman geta hvort um sig fullnýtt úrræðið, að því gefnu að báðir aðilar sé hvor um sig skráður eigandi a.m.k 30 prósenta af íbúðinni.Úræðið er tekjutengt Þar sem þessi leið miðar við séreignarsparnað sem er hlutfall af launum fólks, gefur auga leið að eftir því sem laun fólks eru lægri getur það sett minna í séreignarsparnað. Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig þurfi einstaklingur að hafa tæplega sjö hundruð þúsund krónur á mánuði í laun til að fullnýta úrræðið.„Við sjáum að þetta er í rauninni bara eigin sparnaður og því lægri sem tekjurnar eru, því lægri er sparnaðurinn. Þar af leiðandi stuðningur hins opinbera í þessu tilfelli og það er ólíklegt að það (sparnaðurinn) nái upp í það 20 prósenta eiginfjárframlags sem þarf til kaupa á fasteignum,“ segir Una. Skoðum dæmi Íbúðalánasjóðs af Jóni með 400 þúsund krónur á mánuði. Hann gæti lagt til 288 þúsund krónur með þessari leið á ári, eða tvær milljónir áttahundruð og áttatíu þúsund krónur á tíu árum og gæti því ef enginn annar sparnaður eða eigiðfé kæmi til keypt sér íbúð á 14 milljónir króna. Ef Jón væri hins vegar að kaup t.d. með Rúnu sem hefði 600 þúsund í mánaraðarlaun gæt þau samanlagt nýtt sparnað upp á 7,2 milljónir króna. Stjórnvöld hafa boðað frekari aðgerðir til að styrkja sérstaklega þá tekjulægstu til kaupa á eigin húsnæði. En sífellt fleiri búa á ótryggum leigumarkaði, eða rúm 17 prósent flólks nú en voru um 12 prósent í lok árs 2006. Það ár voru 77,3 prósent í eigin húsnæði en í dag eru sjötíu prósent í eigin húsnæði, þótt viljinn til að losna úr leigunni sé mikill.* „Við sjáum það milli mælinga. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem telja minni og minni líkur á að þeir verði á leigumarkaði næst þegar þeir skipta um húsnæði. Þannig að við sjáum að viljinn virðist vera fyrir hendi til að komast úr þessu óöryggi sem er á leigumarkaði,“ segir Una Jónsdóttir. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Nýtt úrræði stjórnvalda til að létta undir með fólki til kaupa á fyrstu íbúð gagnast aðallega þeim sem eru með háar tekjur. Fólk með lægri tekjur þyrfti því að leggja til annan sparnað ásamt úrræði stjórnvalda til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Samkvæmt þessu nýja úrræði stjórnvalda gæti einstaklingur með 400 hundruð þúsund krónur á mánuði einungis keypt sér íbúð á 14 milljónir króna. En slíka íbúð er varla að finna á höfuðborgarsvæðinu. Könnun Íbúðalánasjóðs leiðir einnig í ljós að sífellt færri eiga eigið húsnæði en viljinn er mikill hjá þeim sem leigja að komast í eigið húsnæði.Fólk getur hvenær sem er frá síðustu mánaðamótum og í allt að tíu ár, nýtt sér þessa leið sem gengur út á að einstaklingar nýti sér allt að fjögurra prósenta séreignarsparnað sinn og tveggja prósenta mótframlag vinnuveitenda til kaupa á fyrstu íbúð. Fólk getur farið þrjár megin leiðir, sparað í allt að tíu ár fyrir útborgun, greitt inn á höfuðstól láns sem þegar hefur verið tekið til kaupa á fyrstu íbúð eða farið blandaða leið. Hámarks söfnun eða afborgun með þessum hætti á ári er fimm hundruð þúsund krónur í allt að tíu ár, eða fimm milljónir á hvern einstakling. Hjón eða tveir aðilar sem kaupa sér íbúð saman geta hvort um sig fullnýtt úrræðið, að því gefnu að báðir aðilar sé hvor um sig skráður eigandi a.m.k 30 prósenta af íbúðinni.Úræðið er tekjutengt Þar sem þessi leið miðar við séreignarsparnað sem er hlutfall af launum fólks, gefur auga leið að eftir því sem laun fólks eru lægri getur það sett minna í séreignarsparnað. Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig þurfi einstaklingur að hafa tæplega sjö hundruð þúsund krónur á mánuði í laun til að fullnýta úrræðið.„Við sjáum að þetta er í rauninni bara eigin sparnaður og því lægri sem tekjurnar eru, því lægri er sparnaðurinn. Þar af leiðandi stuðningur hins opinbera í þessu tilfelli og það er ólíklegt að það (sparnaðurinn) nái upp í það 20 prósenta eiginfjárframlags sem þarf til kaupa á fasteignum,“ segir Una. Skoðum dæmi Íbúðalánasjóðs af Jóni með 400 þúsund krónur á mánuði. Hann gæti lagt til 288 þúsund krónur með þessari leið á ári, eða tvær milljónir áttahundruð og áttatíu þúsund krónur á tíu árum og gæti því ef enginn annar sparnaður eða eigiðfé kæmi til keypt sér íbúð á 14 milljónir króna. Ef Jón væri hins vegar að kaup t.d. með Rúnu sem hefði 600 þúsund í mánaraðarlaun gæt þau samanlagt nýtt sparnað upp á 7,2 milljónir króna. Stjórnvöld hafa boðað frekari aðgerðir til að styrkja sérstaklega þá tekjulægstu til kaupa á eigin húsnæði. En sífellt fleiri búa á ótryggum leigumarkaði, eða rúm 17 prósent flólks nú en voru um 12 prósent í lok árs 2006. Það ár voru 77,3 prósent í eigin húsnæði en í dag eru sjötíu prósent í eigin húsnæði, þótt viljinn til að losna úr leigunni sé mikill.* „Við sjáum það milli mælinga. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem telja minni og minni líkur á að þeir verði á leigumarkaði næst þegar þeir skipta um húsnæði. Þannig að við sjáum að viljinn virðist vera fyrir hendi til að komast úr þessu óöryggi sem er á leigumarkaði,“ segir Una Jónsdóttir.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira