Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verulega hefur hægt á bókunum ferðamanna hingað til lands og bendir margt til þess að samdráttur sé framundan í ferðaþjónustu. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við framkvæmdastjóra ferðaþjónustuheildsölu í Þýskalandi.

Þá verður einnig rætt við konu sem uppgötvaði miklar rakaskemmdir í íbúð sem hún var nýbúin að kaupa. Hún telur gagnrýnisvert að fasteignasalar hér á landi eigi að gæta bæði hagsmuna kaupenda og seljenda.

Við ræðum einnig við Dag B. Eggertsson borgarstjóra um hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur og förum í heyskap með bændum á Suðurlandi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×